♦
Eitt þykir mér áhugavert í mótmælum vörubílstjóra (ég ýki það reyndar, þar er afskaplega margt áhugavert, en það hefur flest verið talið til á þessari síðu áður af bróður mínum og föður). Þetta eina sem vekur athygli mína er sú staðreynd að atvinnubifreiðarnar sem taka þátt í mótmælunum eru skráðar VSK-bifreiðar. Í því ljósi er gaman að glugga í reglugerðir um innskatt og ökutæki; t.a.m. þetta:
Ökutæki skal ekki talið notað eingöngu vegna sölu á vörum eða skattskyldri þjónustu ef það er notað af eiganda þess eða starfsmanni hans til einkanota þ.m.t. til aksturs milli heimilis og vinnustaðar.
Ef við skoðum þá reglugerð 192/1993 með áorðnum breytingum sjáum við að:
Öll önnur notkun þeirra, svo sem einkanot eiganda rekstrar og starfsmanna hans og notkun í þágu starfsemi er fellur utan skattskyldusviðs virðisaukaskatts, veldur því að óheimilt er að telja til innskatts virðisaukaskatt af öflun ökutækjanna. Akstur eiganda eða starfsmanns til og frá heimili telst í öllum tilvikum til einkanota í þessu sambandi og það eins þótt aksturinn sé jafnframt í þágu starfseminnar eða á annan hátt að kröfu rekstraraðila.
Brot á þessum reglum varða við almenn hegningarlög og fésektum allt að tífaldri þeirri upphæð sem skattsvikin nema.
Ég get ekki með nokkru móti séð að lúshægur akstur á Reykjanesbrautinni eða mótmælastaða á Suðurlandsvegi geti flokkast undir sölu á vörum eða skattskyldri þjónustu. En hvað veit ég.
9 ummæli:
Kannaðu málið betur.
Hefur þú séð rautt númer á þessum bílum?
Vinna vinnuna sína, þú varst betri undir Mengellu nafninu.
Tja, ég hef séð bíla með rauð númer taka þátt í mótmælunum. Sem var kveikjan að þessu bloggi.
En það er rétt að stærri bílarnir bera ekki rauð númer.
Hinsvegar er ég þess fullviss að einhver Sturla, einhversstaðar, stundar grimmt að svíkja undan skatti. Sá getur látið titil þessarar færslu sér að kenningu verða. Fari hann norður og niður sem.
Bíddu,
fá ekki þessir bílstjórar vaskinn endurgreiddan? mega þeir yfirhöfuð nota þessa bíla til einkanota, rauð númer eða ekki?
spyr sá sem ekki veit.
Það er minn skilningur að þeir fái virðiskaukann endurgreiddan, jú, rauð númer eður ei.
En ég skal fyrstur viðurkenna að ég er ekki sjóaðastur manna í skattafræðum. Og tel mér það til tekna.
Skattarétti.
nafnlaus; tussaður þér með þína réttritunnar málfræði dellu til andskotans, og farðu sjálfur með, ef því er að skipta.
Þessir bölvuðu slordónar svíkja allir undan skatti, eins mikið og þeir mögulega geta, og það vorkennir þessum dúddum ekki nokkur kjaftur. Rauð númer, eða blá... hverjum er ekki sama, helst myndi maður vilja sjá þessa skrjóða alla saman númerslausa, þetta er að eyðileggja vegina okkar.
kv, Kvasir.
Kæri Kvasir,
hvaða leið viltu þá nota til að koma vörum út á land? Ekki flyturðu þær með skipum því engar eru skipaferðirnar og varla ætlarðu að fljúga með þær.
Ég gæti vel hugsað mér, að vörur yrðu fluttar áfram vegleiðina að hluta til. Ef það er svona rosalega dýrt, þá hlýtur að fara að koma að því að strandsiglingar fari að borga sig. Mér fyndist bara eðlilegt að Þeir sem aka um á risastórum trukkum borgi meira fyrir viðhald á vegakerfinu heldur en ég sem ek um á lítilli tík sem eyðir 5 lítrum á hundraðið. Svo er það mikill misskilningur sem almenningur virðist halda, að það sé ókeypis að nýta sér þjónustu þessarra manna, það er bara fokdýrt og þeir eru löngu búnir að smyrja þessu í verðið hjá sér. Ef þetta er svona svakalega óhagkvæmt fyrir þessa menn, þá geta þeir bara fengið sér nýja vinnu, það var enginn að biðja þá um að daga uppi með feitan vörubílarass sinn við stýrið á trukknum sínum. Svo finnst mér bara fáránlegt ef það á að fara að breyta vökulögunum (hvíldartímanum)af því að þessir menn þykjast svo góðir að þeir þurfi ekki að taka sér pásu frá vinnunni. Ég vorkenni þessum mönnum ekki baun, og ég er viss um að ef þessi Sturla hefði bara verið í fokkíng vinnunni, í stað þess að standa í þessu mótmælabulli, þá gæti hann eflaust fætt sig og klætt. Það er ekkert skrítið að menn hafi það skítt, þegar þeir þykjast ekki hafa tíma til að stunda vinnuna sína.
Kvasir.
Takk fyrir ahugaverd blog
Skrifa ummæli