6. maí 2008

Vegagjald

Síðasta mæling Hagstofu taldi 227.321 fólksbíla á Íslandi, 1.929 hópferðabíla og 28.087 vöru- og flutningabíla.


Varlegt þykir að áætla að hver atvinnubíll keyri 30% meira á hverju ári en fólksbíll. Sé það haft í huga sem og sú staðreynd að flutningarbíll skemmir vegakerfið á við 9 - 12 þúsund fólksbíla, þá má reikna með að kostnaður við slit á vegakerfinu skiptist þannig á milli bílategunda:




* Ég geri ráð fyrir að hópferðabíll slíti vegakerfinu á við 1.000 fólksbíla og vörubíll 9.000.

Á samgönguáætlun 2007 - 2018 er gert ráð fyrir að 324 milljarðar fari í vegakerfið. Ef þessi upphæð tæki mið af notkun og sliti á vegakerfi myndi hún skiptast þannig að fólksbílaeigandi borgaði tæpar 100 kr. á ári í vegakerfið á meðan vörubílseigandi borgaði um milljón.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög varlega áætlað, því ég veit um einn vörubílstjóra sem keyrir næstum því 100.000 km á ári og borgar tæplega milljón á mánuði í olíu- og kílómetragjald.
Það eru auðvitað bílstjórar sem eru stopp í ártúnsbrekkunni sem draga niður meðaltalið :-)

Nú veit ég að ég sem fólksbílaeigandi er ekki að borga 100 kr. á ári til vegakerfisins og ég spyr því: Hvert fara allir þessir peningar?

Nafnlaus sagði...

Þetta virka hæpnar forsendur.

Aðallega þá 9 - 12.000 falt slit vöru- og sendibifreiða. Hvaðan kemur það?

Einnig grunar mig að skutlur hljóti að eiga bróðurpart grænu kökunnar, en þær geta nú ekki slitið mikið, því þær eru álíka þungar og fólksbílar.

Nafnlaus sagði...

ÞE : Þetta eru bara tölur sem hafa verið fréttum undanfarið, og hagstofan gaf út, samkvæmt reiknilíkani sem er vel viðurkennt og mark er takandi á.

Kvasir

Nafnlaus sagði...

Getur nokkuð verið að þú hafir verið vöruflutningabílstjóri í síðasta lífi, Ragnar?