26. apríl 2008

Matur, ekki einkaþotur


Þótt ég ætli ekki að draga í efa göfgi þeirra sem standa fyrir því að gefa fátækum og heimilislausum mat, þá finnst mér dálítið meinlegt að eingöngu sé grænmetisfæði í boði til þess að „allir geti notið matarins.“

Ég efast um að til séu margar heimilislausar gænmetisætur og séu þær til, þá efast ég um að grænmetisfæða sé þeim fyrir bestu.

Grænmetisætur eru yfirleitt til marks um velmegun á nákvæmlega sama hátt og einkaþotur.

Það, að velgjörðarmennirnir bjóða upp á grænmetisfæði eingöngu, hefur ekkert með not fátæklinga af matnum að gera. Það er hálft í hvoru praktísk ráðstöfun en um leið þáttur í því að troða gildismati velmegandi smáhóps upp á vesala.

Biblían er kominn í kássupottinn.

(Og nú skrifa ég ekki stakt orð í viðbót fyrr en nýja stórkostlega síðan er komin upp)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Grænmetisætur eru yfirleitt til marks um velmegun á nákvæmlega sama hátt og einkaþotur."

Varla. Heyrt um Hinduisma?

Nafnlaus sagði...

Það er eins og það vanti eitthvað í þennan pistil. Upphafið eða endinn.

Nafnlaus sagði...

Humm... án þess að vera sérstaklega vel að mér í hnattrænni næringarfræði - þá hélt ég að því væri einmitt þannig farið að snauðasti hluti Jarðarbúa æti fyrst og fremst korn og grænmeti en þeir ríku sætu að kjötinu.

Sögulega séð hafa Íslendingar lifað á mjólkurvörum og fiski. Ein af kröfum gömlu sósíalistanna var einmitt að verkamennirnir gætu étið kjöt - sem þótti frekt.