Fátt er ógeðfelldara en Íslendingar innblásnir af þjóðerniskennd. Ekkert smækkar sál okkar meira. Vandaðir menn verða hjákátlegir, minni menn verða hatursspúandi stóriðjur. Við megum þakka fyrir að það er ekki nema að takmörkuðu leyti þjóðerniskennd í ætt við þá íslensku sem stjórnað hefur viðbrögðum manna við hryðjuverkum undanfarinna ára.
Fyrir löngu síðan komu nokkrir herskáir hvalavinir og skrúfuðu botnnegluna úr gufuskipunum sem Íslendingar notuðu til að eltast við hvali. Löngu, löngu seinna eru umræddir hvalavinir enn að berjast við barbarískustu þjóð jarðar, Japani, og ásakanir eru uppi um að hvalavinur númer eitt hafi orðið fyrir skoti. Viðbrögð moggabloggara við þessari frétt bera vott um það smásálarlega stærilæti og langrækni sem einkennir þjóðina á svona stundum. Þeir sem ekki kalla hvalavininn lygara vilja að hann sé skotinn aftur, og í þetta skiptið þar sem skothelda vestið er ekki til varnar. Það er enda íslensk lausn. Norska landhelgisgæslan skildi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Dalvíkingur nokkur ruddist með framhlaðning út á dekk í miðri Smugudeilunni og púðraði úr honum til að hrella norska varðskipsmenn. Eitthvað eins og klippt úr sögu James Thurber af gikkóðum og elliærum afa sínum.
Það má þakka fyrir að Íslendingum hefur ekki verið gert neitt verulegt í dálítinn tíma (fyrir áhugamenn um íslenska þjóðerniskennd á ófriðartímum þá mæli ég með þáttunum Baldur og hafmeyjan úr þorskastríðinu sem fæst sem podcast hjá Rúv [Úr safni útvarpsins, mælt mál). Viðbrögðin gætu aldrei orðið annað er herfileg. Eina tryggingin sem heimsbyggðin hefur fyrir því að ekki hljótist alvarlegur skaði af skapgerðarbrestum okkar er blessunarlegur dvergvöxtur þjóðarinnar.
3 ummæli:
Kommon!!! Án þess að ég sé nokkuð að réttlæta hugsanir þessara moggabloggara, þá hlýtur þú og aðrir að þetta sé á vissan hátt skiljanlegt. Watson verður aldrei annað en í besta falli ótýndur glæpamaður, en í versta falli er þetta bara hryðjuverkamðaur. Hann hefur framið fjömarga glæpi, sem standa íslensku þjóðinni býsna nærri, og því er vel skiljanlegt að einhverjir bloggarar út í bæ, hugsi honum "þegjandi þörfina" eða eitthvað þaðan af verra.
Varðandi Dalvíkingin sem þú ert að minnast á (sem ég man nú ekki einu sinni hvort að var Dalvíkingur einu sinni), þá get ég mér þess til að þú sért að vísa í það þegar hleypt var úr byssu á Hágangi öðrum!
Ef Norska landhelgisgæslan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í þeim efnum, þá er himininn ekki blár, þakka þér fyrir. Þessi smugudeila var búin að grassera lengi, og Norðmenn vissu alveg að þetta gæti gerst. Þeir áttu ekkert með að vera með "herskip" á þessum slóðum, og það var búið að tilkynna þeim að íslenskir togarar myndu "verja sig", gegn ágangi þeirra. Þetta var ekki í fyrsta skiptið, og ekki í síðasta skiptið sem Norðmenn fara offari í stjórn sinni yfir fiskimiðum sem þeir hafa engar heimildir til þess að stjórna. Að gera stórmál úr því þó að einhver hafi plaffað uppí loftið í návist norskra gæslumanna á hafsvæði sem þeir áttu ekkert með að skipta sér af, er bara brandari. Norðmenn hafa dregið íslensk skip til hafnar oftar en einu sinni og oftar en tvisar, og valdið þannig stórtjóni, þegar þeir hafa ekki haft neina heimild til þess. Ef sjóræningjar ráðast á íslensk skip, þá sé ég bara ekkert að því , að plaffað sé einu eða tveim aðvörunnarskotum uppí loftið, til að sýna þeim að það séu tvær hliðar á þessum teningi, og það lúti ekki allir Norskri konungsstjórn. Þessi mál fóru fyrir alþjóðadómstóla, og þangað til dómur fellur í slíkum málum, þá hafa hvorki Norðmenn,eða aðrir neinn rétt á því að ráðskast með okkur. Það búa líka lögfræðingar á Íslandi, og þó svo að norðmenn séu ekki sammála okkur, þá þýðir það ekki að þeir geti í krafti stærðar sinnar, vaðið yfir okkur. Það verður að fara "diplómatísku" leiðina í þessum efnum.
kv,Bóla
teningi..peningi... :) bíttar ekki öllu...
Bóla
þá situr eftir:
Hvaða viðbrögð myndu _stækka_ sál okkar, og er stærra endilega betra í þessu samhengi.
Ekki myndi ég gráta Paul Watson
Skrifa ummæli