29. mars 2008

Obbobbobb


Það var heldur vandræðaleg stund þegar BBC gaf Abby Mann eftirmæli á dögunum. Mann dó 25. mars síðastliðinn áttræður að aldri og var einna þekktastur fyrir það að vera líklega húmorslausasti athafnamaðurinn í sjónvarpsbransanum. Meðal helstu umfjöllunarefna hans voru verkalýðsfélög, Marteinn L. King, Símon Wiesenthal og Nürnberg réttarhöldin. Hann gerði einnig bíómyndir, m.a. eina um vangefin börn og aðra um spillingu meðal lögreglunnar.

Honum reyndist erfitt að fá framleiðendur að efni sínu og hefndi sín með því að skapa lögreglumanninn Kojak . Þó loguðu í honum einhverjar glæður því síðasta verk hans frá 2002 fjallaði um mann sem er ranglega sakaður um morð vegna kynþáttarfordóma.

En sum sé, þessi gleðipinni hrökk upp af á dögunum og BBC var búið að berja saman ágrip af afrekum hans og velja sérlega virðulega fréttakonu til að flytja kveðjuna.

Og þá gerðist það.

Næsta frétt á undan fjallar um elstu upptöku mannsraddar. Upptakan er frönsk og af konu að syngja þjóðlag.

Rétt áður en upptökunni af íðilfögrum söng þeirrar frönsku sleppti laumaði einn viðstaddra andstyggilegri athugasemd í eyra fréttakonunnar. Athugasemdin, sem vafalaust spratt af aldagömlum ríg Breta og Frakka, var á þá leið að hljóðupptakan hljómaði eins og suðandi flugur í flösku.

Og þá byrjaði fréttakonan að lesa um andlát Manns. Og ekki var að sökum að spyrja.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afhverju í ósköpunum eru þau að hlægja?? Er hún ekki að lesa dánarfregn?