1. apríl 2008
Aprílgöbb þá og nú
Þau eru misgóð aprílgöbbin. Það var sniðugt hjá Vantú að gefa á sér falskan höggstað enda hafa húrrahrópin ómað úr hverju skoti, þeim mun hærra sem barkinn er smurðari í lambsdreyranum.
Sagan er full af góðum aprílgöbbum. BBC sagði t.d. frá því árið 1957 að óvenju mildur vetur og útdauði hinnar hryllilegu spagettíbjöllu (það vantar íslenskt orð fyrir spagettí) væri þess valdandi að spagettíuppskera svissneskra bænda væri með afbrigðum góð.
Einu sinni auglýsti Burger King að þeir hefðu sett á markað hamborgara fyrir örvhenta. Þar sem öllu væri raðað á hamborgarann undir 180° horni miðað við hefðbundinn hamborgara.
1976 sagði Patrick Moore stjörnufræðingur frá því að klukkan 9:47 myndi einstök afstaða himintunglanna valda tímabundinni minnkun aðdráttaraflsins á jörðinni. Næmir gætu fundið flottilfinningu. Sem auðvitað varð.
Íslensku göbbin í ár eru frekar döpur miðað við fljúgandi mörgæsir Bretans og sérstaklega svæsið gabb vefmiðilsins The Smoking Gun, sem strax er byrjað að draga dilk á eftir sér. TSG, sem er síða sem grefur upp dómsskjöl og aðra opinbera pappíra um fræga fólkið, birti frétt um að Tom Cruise hefði verið handtekinn með vændissveini á almenningsklósti. Til sannindamerkis birtu þeir þessa fangamynd (sem er nokkuð snoturt fótósjoppverk) og þessa lögrelguskýrslu.
Cruise var ekki skemmt og krafðist þess að efnið væri tekið út af síðunni. Sem er nokkuð sem TSG harðneitar að gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Helvítis TSG melirnir hafa nú samt tekið Scientólógs-skíthausinn út!
Skyldu þátttakendur í fegurðarsamkeppnum fá "flotttilfinningu"?
Það vantar ekki íslenskt orð yfir spagettí &mdash það orð er „hveitilengja”. Hins vegar vantar nothæft íslenskt orð yfir fyrirbærið, það er rétt.
Afskaplega lúmskt töttsj með TSG, samt.
Skrifa ummæli