8. febrúar 2008

Sjónvarpsfífl


Það var eitthvað súrrelalískt við að sjá Rik Mayall í hlutverki alvarlegs fjölskyldumanns í gærkvöldi. Það er einhvern veginn orðið svo að maður getur ekki annað en glott við það eitt að sjá hann. Og hann dröslar með sér fíflaárunni hvar sem hann kemur. Ekki svo að skilja að mér sé neitt í nöp við breytinguna, þvert á móti. Ég upplifði hið nákvæmlega sama þegar Hugh Laurie birtist skyndilega á skjánum sem fúllyndur, orðheppinn og eitursvalur læknir — og að auki með amerískan hreim. Það þurfti talsverða flutninga milli heilahólfa til að gúddera það. Auðvitað fór það þó svo á endanum að maður hefur aldrei haft hann í meiri metum. Vonandi gerist það sama með Rik.


Annars eru svona breytingar hreint ekki svo óalgengar. Michael Palin fór að flakka um allar trissur og Terry Jones að rannsaka krossfara og annan gamlan ára – og meira að segja Tony Robinson hellti sér í sagnfræðina. Robinson er erkifífl allra sjónvarpsfífla og það sýnir að þau hljóta öll að eiga séns.

1 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Sammála. Ég man eftir Rik Mayall sem "Richard Richard", auk félaga síns Eddie Hitler, hér um árið í "Bottom". Mestu lúserar sjónvarpssögunnar, get alveg ómögulega séð hann fyrir mér í bresku þunglamadrama.