8. febrúar 2008

Að geta betur


Ég á óskaplega erfitt með að skilja aðdráttarafl greindarfarskeppi hjá 16 - 20 ára gömlu fólki eins og í Gettu betur. Keppendurnir eru of gamlir til að manni þyki stórkostlega til þekkingar þeirra koma og þeir eru of ungir til að búa yfir framúrskarandi þekkingu (hvað þá djúpri).

Ég held að Gettu betur sé dreggjarnar af menntaskólasnobbi síðustu alda og áratuga. Menntskælingar þóttu merkilegur pappír fyrst og fremst vegna þess að sjálfir básúnuðu þeir ágæti sitt á sama tíma og restin af þjóðinni grotnaði niður í ættgengu og misskildu lítillæti.

2 ummæli:

Kjartan sagði...

Mér hefur alltaf fundist þegar ég sé þessa þætti að ég sé á námskeiði fyrir hunda. Segir orðið sestu og því fylgir ákveðin athöfn af hálfu dýrsins, leggstu þá gerist eitthvað annað.
Í tilfelli Gettu betur er spyrillinn eigandinn og svarendur hundarnir. Svörin eru ekkert annað en hugsanalaus viðbrögð við spurningum.
Og þá er það spurning Ragnar hvort að þetta sé greindarfarskeppni eða viðbragðakeppni.

kolbeinn sagði...

Mæltu manna heilastur! Þetta er nákvæmlega rétt úttekt á þessum keppnum. Ég þakka góð skrif sem ég hef ætíð gaman að, líkt og hjá öðrum pistlahöfundum þessarar síðu.