22. febrúar 2008

Lúserar allra landa...


Það getur verið erfitt að vera lúser.


Spilafíklar kallast þeir sem eru lélegir fjárhættuspilarar en brestur þrek til að hætta áður en botninum er náð. Vafalaust er eitthvað sjúklegt við að þeir haldi áfram að spila þrátt fyrir augljós sannindamerki þess að þeir eigi ekkert erindi að spilaborði. En vandamálið er ekki spilið, vandamálið er að þessar mannleysur eru, þegar lögð er saman spilaárátta þeirra og lítil hæfni, ekki samboðnar öðrum spilurum.


Þeir eru eins og Downs-tríó með ólæknandi ástríðu fyrir mælskukeppnum.


Ein læknisaðferð væri að kenna þessum mönnum að stunda fjárhættuspil alminlega. Svona hugræn atferlismeðferð. Farið væri í gegnum líkindareikninginn sem þeir augljóslega fóru á mis við í skólakerfinu, þeir látnir læra bridds og loks póker, tuttugu og einn eða hvað sem það er sem rímar best við hina nýfengnu hæfileika þeirra. Þegar þeir svo færu að vinna hætti fíknin að vera vandamál og þeir gætu jafnvel fengið raunhæfa mynd af árangri sínum með tíð og tíma. Stundum vinna þeir og stundum tapa þeir. Það þarf fyrr eða seinna að hjálpa þeim sem er flughræddur um borð í flugvél.


Auðvitað er eitthvað rangt við það að hafa fé af spilafíklum (þ.e. lélegum spilurum sem ekki kunna að hætta) enda held ég að enginn hafi sérstakan áhuga á því nema í besta falli góðgerðar- og líknarfélög — já og Háskólinn. Þeir sem hittast til að spila póker í (og hér kemur klisja) reykfylltum bakherbergjum eru ekki á höttunum eftir slíku. Þeir vilja langflestir áskorun. Þegar þeir vinna vilja þeir finna að það sé til marks um eitthvað. Hvað halda menn að 15 - 50 þúsund kall skipti ungan þingmann með litlar fjárhagsskuldbindingar miklu máli, svona peningalega séð? Hann er ekkert að þessu til að drýgja tekjurnar. Hann er að rúnka sér með öðrum. Pókermót eru hómóerótískar hópreiðar þar sem bara sumir fá úr honum.


Og, eins og löngu hefur verið bent á, eru slík mót ekkert ný. Briddsmót eru hópreiðar fyrir gamla menn og félagslega fatlaða reikniheila. Þar er rúnkið varfærið og hæglátt. Er nema von að unga menn á besta aldri langi að fara í dálítið meira aksjón? Póker er bridds með sexappíl.


Ég styð Birki Jón heilshugar í andófi sínu gegn heimskulegum lögum. Fjárhættuspil er bannað á Íslandi, nema... Og svo kemur löng runa undantekninga. Ef nektardans væri bannaður á Íslandi nema hann væri stiginn við enskan vals eða rúmbu myndi ég líka styðja þá borgaralegu óhlýðni að laumast væri til að dansa eftir hjartans lyst.


Og að heyra síðan í morgun í þrútnu, miðaldra sláturkeppunum, Sigurjóni Egilssyni og Reyni Traustasyni fíkniefnasmyglara, fordæma Birki Jón. Jú, vissulega er það meiri frétt að ungur þingmaður lendi í vandræðum vegna lögbrota en að ungur þingmaður feti í fótspor þúsunda og gefi heimskulegum lögum langt nef. En það er svosem vitað að heimskan selur betur en andstæðan. Ekki síst þessvegna kjósa ritstjórar oft að vera málsvarar heimskunnar.



Það þarf vissulega að leysa nokkur álitamál áður en pókerinn nær að blómstra. Eitt af því fyrsta á að vera hvernig hægt er bæta árangur spilafíklanna og loka þá óforbetranlegu úti. Það vill þá hvort eð er enginn.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sök sér ef Birkir Jón hefði verið að praktísera borgaralega óhlýðni. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að hann hafi bara álpast til að láta grípa sig glóðvolgan við tómstundagamanið sitt.

Fyrstu viðbrögð hans við fréttunum af hinu skelfilega lögbroti var að láta ekki ná í sig og melda sig veikan niðrá þingi, þar sem hann átti einmitt að tala fyrir nokkrum málum.

Það var fyrst sólarhring síðar að einhver spunameistarinn ráðlagði honum að gera pókerspilið að mikilli hugsjónabaráttu og andófi gegn óréttlátum lögum.

Þegar byltingin kemur verður hún ekki leidd af Birki Jóni Jónssyni - manninum sem viðurkenndi í Moggaviðtali fyrir nokkrum misserum að hann hefði bara lesið eina bók oftar en einu sinni á ævinni: Stefnuskrá Framsóknarflokksins.

Nafnlaus sagði...

alminilega??

Ólafur Sindri, hvað á þetta að þýða?

Óli Sindri sagði...

Tsk, tsk. Einhvern tímann skrifaði ég "alminlega" í Mengellufærslu og fékk líka gagnrýni þá. Þetta er alminlega krúttlegt orð.

Ágúst Borgþór sagði...

Klassapistill. Smelltu honum aftan á Fréttablaðið.

Nafnlaus sagði...

Undarlegt hvað þitt gáfulega blogg getur af sér marga hálfvita á kommentakerfinu.

Alminlega er orð sem hefur verið notað af þjóðskáldum þriggja alda, en fávitarnir sem nútildags skauta um netið eru sjáfsagt vanari skrípinu Almennilega og þess vegna telja þau sig ææægilega klár að geta leiðrétt þig með þessum hætti. Plís ekki kóa með þeim, þó að fíflin kunni að vera sætar stelpur. Þú ert yfir það hafinn.

kk
þín nafnlausa vinkerla

Nafnlaus sagði...

Í þrjár aldir? Þú hlýtur að eiga gott bókasafn, mín kæra.

kristian guttesen sagði...

Þessar rokur ykkar minna á (leitina að, og) hugmyndina um mannlega tilvist eins og henni er lýst hjá Kierkegaard: En hann

[…] greip til ýmissa stílbragða og faldi sig á bak við dulnefni vegna þess hve erfitt honum þótti að miðla því sem honum lá á hjarta. Áform hans var ekki að koma á framfæri tilteknum staðreyndum sem aðrir gætu lesið og tileinkað sér. Hann vildi miðla skilningi á tilvistarkjörum mannsins. Forsenda þess er að lesandinn taki virka og persónulega afstöðu. Þess vegna er nauðsynlegt að reita lesandann til reiði og draga hann á tálar. Engu að síður verður að veita lesandanum svigrúm til þess að takast á við verkefnið, að endurmóta sjálfan sig á sjálfstæðan hátt þannig að hann verði fær um að líta lífið réttum augum og lifa því af meiri innileika en áður.*

Ég er ekki frá því. Að í hjarta þeirra bræðra blundi sannur Kierkegaards aðdáandi. Þá spyr maður sig: Af hverju þótti meira fútt í Mengellu? En lesendurnir svara því, ekki bræðurnir.

Takk fyrir mig og góðar stundir,

Kristian Guttesen

*Heimspekisaga eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje í þýðingu Stefáns Hjörleifssonar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999)

Nafnlaus sagði...

Mikið er kjánalegt að reyna að sýna fram á einhverjar heimspekilegar pælingar og þurfa að vitna í uppflettirit fyrir amatöra.