22. febrúar 2008

Það er leikur að leika.

Hér með tilkynnist að ég þoli ekki, þoli ekki, þoli ekki Mission 7 í Secret Weapons Over Normandy!


Og ég sakna Hellcats.


En mest sakna ég gamla 2-D Worms (mig dreymdi hann í nótt).Ég sakna hinsvegar alls ekki Age of Empires II.


Þann leikdjöful tengi ég bara við jarðskjálfta og óheiðarleika yngsta bróður míns. Hann veit hvað ég á við.

4 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Það eru liðin SJÖ ár og þú ert ekki enn búinn að sætta þig við að ég vann þig í Age of Empires. Þetta var epískur sigur.

Ragnar Þór sagði...

Jæja góði! Svo öllu sé til haga haldið er rétt að benda á að þetta var fyrsta (og eina) skiptið sem ég spilaði þennan asnalega leik.

Og...þú útskýrðir í upphafi að hægt væri að vinna leikinn eftir tveimur leiðum.

Svo leið og beið og ég var með töluvert forskot á þig. var að byggja eitthvað asnalegt undur veraldar og byggja upp ósigrandi her. Þegar ég á gönguferð um skóginn rakst á eitthvað kerrudrasl sem ég virtist geta keyrt um. Ég fór í bíltúr á því og fann borgina þína vesæla og vanþróaða. Birtast þá skyndilega einhverjir dólgar frá þér og ræna kerrunni minni. Og um leið kemur texti um að nú hafir þú náð öllum vagnbjánunum og munir vinna leikinn ef ég vinni þá ekki aftur innan ákveðins tíma.

Þú hafðir aldrei minnst á vagnana fyrr. Og neitaðir að skila þessum eina. Varst enda búinn að laumast lymskulegur uma allar trissur að leita þessara vagna sem mér var ókunnugt um á meðan ég rembdist við að vinna leikinn eftir þeim leiðum sem þú hafðir sagt að væru til.

Þetta er óheiðarlegt og þú vannst engan sigur.

Óli Sindri sagði...

Eins og ég segi; epískur sigur.

Ragnar Þór sagði...

Epísk óheilindi.