21. febrúar 2008

UmferðinAndskotans ósiður er þetta hjá fólki að geta ekki fylgst með umferðarljósum hjálparlaust. Þegar grænt ljós kviknar er eins og það komi alltaf jafn mikið á óvart og enginn drullast af stað fyrr en gula ljósið birtist aftur og tveir eða þrír bílar ná með herkjum að komast yfir gatnamótin, alveg óþolandi. Umferðin gengi miklu betur ef allir væru vakandi við stýrið. Þeir sem sofna alltaf um leið og bíllinn er stöðvaður, eiga náttúrulega ekki að sitja við stýrið, og fá frekar einhvern annan til að keyra.

Svo eru það hringtorgin, fæstir virðast nú kunna að aka um hringtorg, og er það efni í langan pistil, en sem sagt hringtorgin; flestir vita að þeir sem aka á innri hring eiga réttinn þegar ekið er út úr torginu. En hvernig í fjandanum stendur á því að fjölmörg hringtorg eru hönnuð þannig að þegar ekið er út úr hringtorginu af innri hring inn á einnar akreinar götu, er sá sem var á innri hringnum allt í einu í órétti gagnvart þeim sem voru á ytri hringnum? Kannski er, eftir allt saman, ekkert skrítið að umferðin gangi skrikkjótt þegar umferðarmannvirkin eru eins og tómir vitleysingar hafi hannað þau.

Ólafur Ragnar Hilmarsson 

Engin ummæli: