5. febrúar 2013

Góð KrítVefritið Krítin hefur komið mér skemmtilega á óvart. Þar er fjallað um skólastarf með hárréttum hætti. Faglega en um leið ögrandi. Ég þekki enga starfsstétt aðra en kennara sem þarf jafn sárlega á slíkri umræðu að halda.

Kennarar eru tvíhöfða þurs. Í hverjum einasta kennara blundar byltingarsinnaður umbótamaður en einnig forpokaður íhaldsmaður. Það, hvor hliðin snýr út, er í hæsta máta tilviljunarkennt.

Skólakerfið er í djúpri, djúpri kreppu. Það er ofsalega mikið að. Það fer miklu betra á því að leita útgönguleiða með gruflandi, gagnrýnni hugsun.

Við kennarar virkum stundum ósnertanlegir og móðgunargjarnir. Við erum vanir að ráða. Þess vegna er nauðsynlegt að við leyfum okkur að gagnrýna okkur sjálfa innan frá.

Það er gagnrýnin og íhugunin sem heldur umbótasinnanum í okkur á floti. Ef henni er sleppt sekkur hann til botns og íhaldskólfurinn tekur við.

Engin ummæli: