24. október 2012

Að eignast ógreidd atkvæði



Ég hef séð tvö tilfelli þess að menn reyni að eigna sér ógreidd atkvæði á síðustu dögum. Í hinu fyrra reyna andstæðingar nýrrar stjórnarskrá að telja ógreidd atkvæði til andstöðu. Í hinu seinna reyndu trúlausir að eigna sér auð atkvæði um þjóðkirkjuna.

Rökin eru í báðum tilfellum þau að þeir sem hafi „hina“ skoðunina hljóti að hafa haft fyrir því að berjast fyrir henni á meðan manns eigin skoðun hafi ekki endilega þrýst manni til aðgerða.

Um þetta hef ég bara tvennt að segja. Eina fólkið sem kaus ekki og ég þekki hefði kosið með nýrri stjórnarskrá. Og: mikill yfirgnæfandi fjöldi atkvæðaseðla sem auðir voru m.t.t. þjóðkirkju svöruðu aðeins einni spurningu – neitandi. Og vildu þar með óbreytt ástand – með þjóðkirkju.

Það er best að halda sig bara við úrslitin eins og þau eru.

1 ummæli:

Hjalti Rúnar sagði...

Gætirðu útskýrt hvers vegna nei við fyrstu spurningu (held að þú sért að tala um hana) þýði að maður vilji "óbreytt ástand - með þjóðkirkju [í stjórnarskrá]"?