23. september 2012

Glærur af hugmyndaþingi.

Í gær hélt ég stutta tölu yfir Samfylkingarfólki um skólaþróun. Hér eru glærurnar mínar og punktarnir sem ég talaði út frá.

Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að þeir eiga stóran þátt í að skólinn er kominn út í fen. Honum verður ekki bjargað með því að rykkja sér til, þá sekkur hann dýpra, það þarf nærgætni og lagni til að breyta hlutunum og koma þeim áleiðis í rétta átt eftir langa kyrrstöðu.

Sveitarfélög þurfa að loka excel-hugsandi sérfræðinga inni og leyfa „skólakerfinu“ að lækna sig sjálft.

Ég hef því miður ekki mikla trú á að menn átti sig á því.

Verði það ekki gert þá er kennaraverkfall ekki fjarri undan og í því mun samstaða sveitarfélaga brotna – og í framhaldinu verða til samkeppnisskólakerfi.

Sem er einmitt það sem sum best stöddu sveitarfélögin vilja.


Engin ummæli: