5. maí 2012

Liverpool - mörk og ekki mörk

Þessi færsla er tileinkuð fyndnasta bloggara Íslands, honum Finni.

Knattspyrnuunnendur eru míkrókosmos fyrir alla almenna umræðu. Það eru sömu lestir og dygðir og allsstaðar annarsstaðar. Menn kæmust þó yfirleitt ekki upp með að taka gjörólíka afstöðu til jafn einfaldra mála og koma upp á knattspyrnuvelli. Reglurnar eru frekar skýrar en samt geta áhangendur liða deilt endalaust um hvort hin eða þessi snertingin hafi verið brot eða hvort bolti hafi allur verið kominn yfir línu eða ekki.

Mitt lið er Liverpool. Mér þykir mjög vænt um liðið mitt og eiginlega vænna í kvöld en í morgun. Það tapaði hetjulega í dag. 

En mig langaði að athuga hvort ég gæti fengið botn í tvö þrætuepli tengd liðinu mínu. Og hér er hann:

#1

Andy Carroll skoraði líklega ekki tvö mörk í dag.


Með því að draga marklínuna og hring um boltann þá fær maður þetta út:




En við það að færa sjónarhornið aðeins til hægri þá munu hringurinn og línan færast nær hvoru öðru og línan því skera boltann. Og þá er ekki mark.

Það er hinsvegar bæði ósanngjarnt og ómannlegt að ætla mönnum að geta greint svona á staðnum og líklega er það réttur dómur að láta markmanninn njóta vafans. Það var bara of erfitt að sjá þetta með berum augum.

Og Liverpool tapaði ekki leiknum á þessu eina atriði. Aðrir mun nærtækari þættir komu við sögu.

#2

Suarez skoraði af minna en 50 metra færi gegn Norwich en ekki miklu minna.


Carrow Road, heimavöllur Norwich, hefur 52,12 metra langa vallarhelminga sem skipt er í 11 jafnbreiðar sláttulínur. Suarez var rúmlega hálfnaður með aðra sláttulínuna þegar skotið reið af. Hann var því að lágmarki kominn 7 metra inn á vallarhelminginn. Radíus miðjuhringsins er rétt rúmir 9 metrar. Suarez var augljóslega minna en tvöfalda þá vegalengd frá miðlínu endilangs vallarins. 

Fjarlægðin frá Suarez að miðju marksins getur því ekki verið meiri en 48,69 metrar og líklega allnokkuð minna en það. Markið var því aldrei skorað af meira en 53 jarda færi.

Ef því er flett upp á Youtube er það ýmist sagt 40, 45, 50, 55 eða 60 jarda. 

Ekki að það skipti nokkru einasta máli.



1 ummæli:

rabja sagði...

Andi knattspyrnulaganna er reyndar ad soknin eigi ad njota vafans (svona til ad fa fleiri mørk i leikinn og gera hann thannig skemmtilegri).
Sjonlinan i thessari mynd er svo reyndar adeins skøkk eins og sest a nedri myndinni thar sem sest ad innri lina thverslannar er innan vid hana. Leidrettist thad ma alveg ljost vera ad ekki er um mark ad ræda.
Surt eda ekki surt.....svona er fotboltinn.