13. maí 2012

Kænska ÓRG

ÓRG er stjórnmálalegur refur. Menn skyldu fara varlega í að afskrifa hann. Hann leggur af stað í kosningabaráttu einmitt þegar Þóra hefur skipað sínu liði að hætta baráttu í bili. Afleiðing af því er að þeir sem verða til að „svara“ eru fyrst og fremst hatursmenn hans, sem flestir eru innmúraðir í ríkisstjórnarflokkana (sem virkar til að styðja kenninguna um að Þóra sé leppur þeirra flokka).

Hann fer fram undir slagorðinu Ólafur og Dorrit. Til að hamra á öðrum veikleika Þóru. Sem er karlinn hennar. Honum er markvisst haldið úr umræðunni af hennar fólki. Auk þess dregur ÓRG Svavar inn í umræðuna aftur.

Hann stekkur á kvótamálið. Og nýtir sér það að þeir einu sem eru alminlega sáttir við það eru nú þegar ekki að fara að kjósa hann, enda sama fólkið og myndar kjarnann sem styður ríkisstjórnina og hatar ÓRG. Hann lofar bæði þeim sem vilja ganga lengra og þeim sem vilja ganga skemur að þeir geti fengið þjóðaratkvæði ef ríkisstjórnin fer ekki að vilja þeirra.

Kosning forseta hefur oftar en ekki einkennst af örlitlu andófi. Kristján og Vigdís voru bæði kosin til að sýna ráðandi öflum puttann. Nú snýst baráttan um hvora kenninguna hægt er að selja frekar:

Með því að kjósa Þóru ertu að veita ÓRG og öllu stjórnmálahyskinu sem hann er maríneraður af andóf.

Með því að kjósa ÓRG ertu að veita gagnslausu, andlýðræðislegu Alþingi og fjórflokkunum sem þar ráða andóf.

Til að geta selt hugmyndina um að tímabært sé að horfa fram á veginn og hætta að velta sér upp úr fortíðinni þarf sirka einn mánuð af stjórnmálalegum stöðugleika, kyrrð og ró. Og þar er enn ein kænska ÓRG. Hann stekkur fram um það bil sem ríkisstjórninn er að hefa blóðugt PR-stríð við útgerðarmenn, er að díla um stjórnarskrármálið og situr langa krísufundi um fjárlög á sama tíma og stjórnarandstaðan djölfast á þeim.

Þeir sem vilja ÓRG frá völdum hafa einn góðan kost:

Hann er að láta af þessari skinhelgu hræsni sem er gegnsúr af beiskju og fýlu. Það að koma tuðandi fram og tala á innsoginu um hvað ÓRG sé nú svaðalega mikill durgur sem hafi þurrkað upp virðingu embættisins er ekki að virka. Menn eiga síðan alls ekki að tala um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn eða að kominn sé tími til að horfa fram á veginn.

Það er fáránleg afstaða í landi sem ólgar af óstöðugleika og deilum.

Menn þurfa að viðhalda ímynd stjórnmálalegs stöðugleika. Að hafa baráttuna uppbyggilega, jákvæða og lítið eitt bláeygða.

Samfylkingarspunakarlar ættu að halda sig til hlés.

Ríkisstjórnin ætti að láta eitt augnablik eins og hún sé ekki að há hundrað stríð í einu.

Þá, og aðeins þá, gæti fólk gleymt stjórnmálalega skítafeninu sem þetta land er hálfsokkið í nógu lengi til þess að kjósa einhvern annan en ÓRG.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sér er nú hver kænskan að taka Ástþór á þetta