19. febrúar 2012

Ný kennslubók


Ég held áfram að dæla inn ókeypis kennslubókum á pdf og ibooks formatti. Að þessu sinni er rafbókin mun stærri vegna þess að í henni er vídeó.


Brot úr bókinn:



Hér er gott að hugsa sér einfalt dæmi. Segjum sem svo að þú farir að heiman með 100 kr. pening í vasanum. Þegar þú kemur á áfangastað uppgötvar þú að peningurinn er horfinn. Þú tekur líka eftir því það er gat á vasanum. Hér má hugsa sér margar tilgátur. Vel þjálfaður vasaþjófur hefði getað náð peningnum úr vasanum án þess þú tækir eftir því. Þrátt fyrir ýmsa möguleika er næstum öruggt að þeir eru allir miklu flóknari en sú skýring að peningurinn hafi dottið út um gatið. Rakhnífur Occams setur okkur þá reglu að skera burt allan óþarfa úr tilgátum okkar. Við ímyndum okkur ekki vasaþjóf til að útskýra hvarf hundraðkrónupenings ef einfaldari skýring dugar jafn vel.

14 bls

Er hægt að fá nýjar hugmyndir? Hvernig stendur á því að hlutir verða svona flóknir þegar maður hugsar um þá á ákveðinn hátt? Hvernig verður tilgáta að kenningu? Eru allar kenningar örugglega sannar?

Hér er fjallað um tengsl skynjunar og hugsunar og þá kosti og galla sem fylgja vísindalegri nálgun á veruleikann. 



Sækja:
.pdf



Hér er verkefnabók/gátlisti sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar unnið er úr textanum. Hann er á formi spurninga sem skiptast í þrjá fokka: Tókstu eftir? Skildir þú? Hefur þú einhverju við að bæta?

Í fyrsta flokki eru spurningar með skýr, afmörkuð svör en reyna ekki á mikið annað en athyglisgáfu og eftirtekt. Í öðrum og þriðja flokki er reynt á skilning og frumlega hugsun.

Sækja:


Engin ummæli: