9. febrúar 2012

iBooks kennslubækur: Náttúrufræði

Ég er, ásamt Binna samstarfsmanni mínum, búinn að gera tvær kennslubækur fyrir iBooks. Auk þess er verið að snurfusa bók um sólstjörnur. Ég mun henda hingað inn linkum á bækurnar fyrir þá sem vilja sækja þær eða nota. Öll notkun er án endurgjalds en mér þætti vænt um að fá að vita ef eitthvað hefur farið aflaga. Ég kippi því þá í liðinn.

Fyrst er það bókin Lífið:Fjallað er um uppgötvun frumna, frumukenninguna og árekstra hennar við hugmyndir um sjálfskviknun lífs. Rætt er um þróunarkenningu Darwins og vísindalega sem óvísindalega gagnrýni á hana fyrr og síðar. Gagnrýninni er svarað og leiðir það út í hugmyndir um erfðir eiginleika, uppgötvanir Mendels og í framhaldinu uppgötvun DNA.

Fjallað er um þróunarkenninguna og það hvernig gagnrýni á hana er/var háttað.
Fjallað er um frumur og frumukenninguna sem grunn nútíma lífvísindaEfni bókarinnar er samsafn kennsluefnis sem ég hef samið á síðustu árum og sett á námsvefi.

Önnur bókin er : Ötzi


Þetta var fyrsta bókin sem við gerðum.


Í henni er fjallað um fund ísmannsins Ötzi á landamærum ítölsku og austurrísku Alpanna. Rætt er um ástæður þess að lík rotna eða rotna ekki og þær ályktanir sem draga mátti af vísbendingum á líkinu. Loks er fjallað um ráðgátu sem valdið hefur vísindamönnum miklum heilabrotum.

Þriðja bókin er: Hvað vitum við?
Hér er fjallað um René Descartes og efann sem leiddi til þess að hann reyndi að afla óvéfengjanlegrar þekkingar. Rætt er um kogítóið. Loks er rætt um hvernig hægt er að stunda vísindi í heimi sem fullur er af efa. Gengið er út frá kröfu Karls Poppers um afsannanleika og dæmi tekið um vísindalegar skyssur.


Athugið: Enn sem komið er virka bækurnar eignöngu í iBooks forriti Apple. Ég mun vinna í því að setja þær á fleiri form sem og að gera hljóbókaútgáfur.

Engin ummæli: