Þegar þetta er skrifað situr gamall karl í fangelsi fyrir hryðjuverk á Íslandi. Lögreglan hefur ekki unnt sér hvíldar við að rannsaka ægilegt sprengjutilræði, gott ef ekki við sjálft lýðræðið, sem átti sér stað á gangstétt gegnt Arnarhóli.
Þegar þetta er skrifað liggja líka leifar ruslatunnu umhverfis ljósastaur við Elliðaá. Botninn lafir ennfremur úr ruslatunni hér fyrir utan heimili mitt. Báðar urðu fyrir einni af hundruðum sprengjuárása sem ungir menn hafa stundað linnulítið síðan seinni part desembermánaðar. Af töluverðri kunnáttu hafa menn gengið lausir um allt Höfuðborgarsvæðið og sprengt sprengjur. Inni í íbúðarhverfum, við svefnherbergisglugga smábarna, inni á skólalóðum. Og ekki einn þeirra situr í steininum í kvöld. Mér er til efs að nokkur hafi nokkru sinni í sögu löggæslunnar á landinu verið eltur uppi fyrir að sprengja sprengjur – fyrr en ólundin á bak við sprengjunni beindist að stjórnvöldum.
Þarf frekari sannanir um að anarkistarnir hafi rétt fyrir sér um að löggjafinn sé varðmúr utan um einhverskonar valdastétt?
2 ummæli:
Heldurðu sumsé að minna mál hefði verið gert úr þessu ef sprengjan hefði fundist við leikskóla, elliheimili, eða við röðina hjá mæðró?
duh já
Skrifa ummæli