2. október 2011

Uppáhald


Kórinn er ein af uppáhaldsmyndum mínum í heiminum. Voðaleg strákamynd og allt það – en það gerist eitthvað í hausnum á mér þegar fallegar myndir fléttast saman við fallega tóna. Við það getur algjör meðalmynd lyfst upp í æðra veldi.

Í dag uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju að „kórinn“ kom fram opinberlega og hélt tónleika. Og nú hef ég haft tónlistina í æð í allan dag. 
Þetta er auðvitað ekkert annað en dásemd. Sá sem hefur þetta þarf ekki aðra vímu (í þessu heyrist hrópað framan úr eldhúsi: „Ætlarðu ekki að slökkva á þessu, Ragnar minn?“ og önnur ellefu ára rödd: „Nákvæmlega!“) En ég slekk ekki.

Og á eftir er það Vide Cor Meum úr Hannibal. Sem hljómar eins og það sé aldagamalt en hljómaði fyrst í myndinni. Besta kvikmyndalag allra tíma.
Var svo jafnvel að spá í að fá mér göngutúr eftir matinn og kíkja á Johnny English Reborn.Engin ummæli: