28. september 2011

Volume.is og versta auglýsingaherferð sögunnar



Volume.is skilst mér að sé útvarpsstöð sem herjar á ungt fólk. Í tilraun til að fá athygli brá stöðin (ef það er það sem fyrirbærið er) á það ráð að reyna að búa til feisbúkk-veiru. Þeir segjast ætla að gefa einhverjum iPad sem setur mynd af sér á FB-síðuna þeirra. Auk þess að setja myndina inn, þarf að setja símanúmerið.

Þetta fyrirbæri er semsagt að safna á opinberan stað símanúmerum barna og unglinga og tengja við mynd af þeim.

Hversu tómur þarf maður að vera í kollinum til að fá svona hugmynd?

Í fyrsta lagi er engin þörf á símanúmerinu. Ekki nokkur. Í öðru lagi er ofsalega margt rangt við það að verið sé að gefa hverjum sem er símanúmer barna og unglinga. Enda má sjá á síðunni að það er strax búið að setja skítakomment við a.m.k. eina myndina.

Þeir einu sem hagnast á svona framtaki eru þeir sem hafa áhuga á að ná sambandi við ókunnug börn. En í þeim hópi eru bæði barnaníðingar og eineltisseggir.

Ef svona framtak brýtur ekki í bága við lög og persónuvernd þá er eitthvað mikið að.

Og það versta að eina leiðin til að gera eitthvað í þessu felur um leið í sér að athygli er vakin á fyrirbærinu.

Engin ummæli: