27. september 2011

Vegið úr launsátri

Ég fékk á mig eitraða pillu fyrir langhundinn minn um femínismann hér á bloggi með yfirskriftina Vegið úr launsátri.

Efnislega segir pistillinn að mér sé ekkert illa við femínsma, bara konur.

Og að ég hafi skrifað pistilinn vegna þess að ég þoli ekki að einhverjar konur reyni að koma í veg fyrir að ég geti „keypt mér konur til að ríða eða rúnka mér yfir“.

Þessi færsla er annars stórkostlega vond og varla þess virði að ég fjalli um hana hér en það má alveg koma fram að sjálfur er ég á móti vændi. Ég hef aldrei og mun aldrei kaupa mér aðgang að líkama annarrar manneskju. Punktur.

Það að maður segi að það að kona skuli ráða yfir líkama sínum sjálf geti verið rökstuðningur fyrir því að henni sé heimilt að selja þann sama líkama vilji hún það er ekki það sama og að segja að maður vilji að konur selji líkama sína.

Ég get nefnilega greint á milli þess sem er – og þess sem ég vil. Ólíkt sumum.




2 ummæli:

Kristinn sagði...

Það ríkir mikil útúrsnúninga- og strámannagleði á launsátursblogginu.

Það blogg er afskaplega dapurt innlegg í umræðuna.

Hi. sagði...

Ólíkt innleggjum Kristins Theódórssonar í umræðuna, sem eru í öllum tilfellum ofsalega gagnleg og byggja aldrei á útúrsnúningum eða fávitaskap.