3. september 2011

Rökræða við rasista

Síðustu daga hef ég rökrætt við Skúla Jakobsson rasista um hugmyndafræði hans. Umræðan hefur farið um víðan völl, pólitísk fortíð mín var til umræðu sem og barnleysi hans. Á endanum held ég hafi tekist mjög vel að fanga kjarnann í málflutningi hans og skynsamlegt andóf við hann.

Rökræður eru eitthvað sem við Íslendingar þurfum að gera miklu meira af. Og miklu betur.

Ég hef oft lýst því yfir að því meira málfrelsi, því betra. Það þarf ekki að óttast vondar skoðanir. Maður á að geta rætt þær. Ég vona að mér hafi tekist sæmilega til.

Ég tel að mér hafi tekist að hrekja allar grunnröksemdir þeirrar rasísku hugmyndafræði sem Skúli (og því miður ekki bara hann) aðhyllist. Mín ósk til lesenda þessa bloggs er að hvar sem þessar röksemdir koma fram í opinberri, íslenskri umræðu séu þær afhjúpaðar sem það sem þær eru: fals.

Hér er örstuttur úrdráttur á kjarnaatriðum rökræðunnar.

Hér er rökræðan í heild.

Hér má sækja rökræðuna sem pdf-skjal.

Hér má sækja hana fyrir kindle.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjamm, þetta var nú forvitnilegt.

En fjandakornið hvað það virðist vera erfitt að halda uppi eðlilegum samræðum hér (internet).

Þetta tókst allavena ágætlega hjá þér í þetta skiptið.

Sjáum hvað setur.

Gaman af 'essu,

Gísli.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Hér er rökbanki Skúla:

http://fightwhitegenocideiceland.blogspot.com/p/svor.html