24. júlí 2011

Úteyjarmorðinginn kjaftar frá kynhegðun mömmu sinnar

2083 er undarleg lesning. Líklega er samt skrítnasti kaflinn sá sem hefur yfirskriftina „Kynsjúkdómar eyðileggja líf fólks“. Samhengið er almenn umræða um hnignun borgaralegs, gamaldags fjölskyldulífs og feðraveldis. En í þessum kafla blaðrar morðinginn um óábyrga kynhegðun vina sinna og vandamanna.

Hann bendir á að stjúpfaðir hans, Tore, og vinir hans Marius, Kristoffer, Sturla og Ronny séu allir holdtekjur hnignandi kynferðissiðferðis. Þeir hafi enda allir átt meira en 300 rekkjunauta og tveir þeirra fleiri en 700. Þrír þeirra hafi að auki, svo Andrés viti, fengið kynsjúkdóm (líklega fleiri).

Og þetta sé raunar ekki allt. Hann gæti auðveldlega talið upp að minnsta kosti 30 karla og konur nærri sér sem eru druslur. Og hann segist ekki tala af öfund enda gæti hann auðveldlega hafa farið sömu leið ef hann vildi vegna „útlits síns, stöðu, úrræðagæsku og sjarma.“


Hálfsystir hans, Elísabet, fékk klamidíu eftir að hafa átt meira en 40 rekkjunauta. Mamma hans fékk herpes af Tore (sem er foringi í norska hernum). Sýkingin komst upp í heila og olli heilahimnubólgu sem hún hefur enn ekki jafnað sig á. Hún hefur nú vitsmuni á við 10 ára gamalt barn.

Og hann heldur áfram og segir að systir hans og mamma hafi kallað skömm yfir sjálfar sig, hann og fjölskylduna. Fjölskyldu sem þegar hafi verið brotin vegna femínisma og kynferðisbyltingarinnar.

2 ummæli:

Elín Sigurðardóttir sagði...

http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/artikkel.php?artid=10080627

Bjössi sagði...

Fleksnes með herpes?