Þessi færsla er 424 orð og inniheldur 6 myndir. Áætlaður lestrartími er 1 mínúta og 46 sek
Í öllu námi mínu fyrr eða síðar fannst mér ekkert erfiðara en að skilja heimspeki Kants út frá enskri þýðingu á texta hans sjálfs. Við eyddum degi saman, ég og tveir afburðagreindir vinir, og pældum í gegnum textann. Orð fyrir orð. Setningu fyrir setningu. Við rökræddum fram og aftur hvað karlinn væri að meina með þessu orðalagi eða til hvers hann væri að vísa þegar hann sagði: „eins og áður sagði“. Þegar við loksins töldum okkur skilja draslið settum við Tom Jones á fóninn og tjúttuðum.
Maður skilur ekki hve íslensk umræða er yfirborðskennd og heimskuleg fyrr en hún fer inn á svið sem maður þekkir vel. Þá sér maður hvað hugtakanotkun er subbuleg og fólk gjarnt á að hrapa að ályktunum. Fólk hikar ekki við að fullyrða hitt og þetta af stórkostlegri ónákvæmni og hroka.
Hér er dæmi um það sem mér finnst alveg drepfyndið. Það er tekið af Barnalandsvefnum þar sem einn gesturinn hefur ákveðið að kafa dálítið í heimspeki Kants.
Og jú, það er ansi gott að vita hvað „a priori“ stendur fyrir þegar maður pælir í gegnum heimspeki Kants. Og nú sér málshefjandi ljósið:
Manneskjan á bakvið nikkið bogi greip semsagt kenningu Kants á innan við hálftíma eftir að hafa verið bent á það að það væri gagnlegt að vita hvað „a priori“ væri – og tókst á þeim tíma að taka stöðu gegn kenningu Kants.
Og þá gerðist það sem er svo dásamlega íslenskt. Sú, sem var einstaklega illa að sér í heimspeki, en hafði lesið Wikipediu sá að þetta var auðvitað ekki í boði og steig fram Kant til varnar:
Icesave-umræðan er nákvæmlega eins. Allir eru sannfærðir um eitthvað og halda því á lofti. Ganga í grúppur á feisbúkk, rökræða á kaffistofunni og reyna að boða hina réttu trú. Gáfulegasta innleggið sem ég hef séð hingað til skar sig úr öllum hinum kommentunum á síðu um málefnið.
Skrifarinn er þroskaheftur. En samt sá eini sem talar af viti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli