17. júní 2010

Eru myntkörfur hagstæðari?

Rætt hefur verið að dómur Hæstaréttar geti skapað aðstæður sem mismuni lánþegum. Það er, að þeir sem tóku innlend lán sitji uppi með miklu óhagstæðari lán en þeir sem tóku myntkörfur - og fá nú að miklum hluta endurgreitt.

Mér vitandi hafa innlend lán ekki bólgnað út með sama ofboðslega afli og myntkörfur. Og afborganir hafa ekki orðið jafn svimandi háar. Og þegar haft er í huga að langflestar myntkörfur voru til frekar skamms tíma þá held ég að það séu ýkjur að endurgreiðslan geri þær mjög hagstæðar.

Ef ég stæði frammi fyrir því annarsvegar að fá eina milljón að láni, gegn því að borga fjórar og fá síðan tvær og hálfa endurgreidda og hisnvegar að fá eina milljón að láni og borga tvær - þá getur meira en vel verið að seinni kosturinn sé hagstæðari fyrir mig.

Og mig grunar að þau þyngsli sem myntkörfur hafa lagt á fjölda fólks, og jafnvel hrakið úr landi, hljóti að telja eitthvað þegar þessi lán eru nú borin saman.

Engin ummæli: