18. apríl 2010

Að snúa eldgosi og Icesave í sigur...

Hamfarir og hörmungar sýna hið rétta andlit þjóða. Í dag sitja tugþúsundir manna fastir út um víðan völl í Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli. Þeir einu sem maka krókinn eru hóteleigendur sem njóta góðs af neyðinni.

Hér er frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að athuga hvort ein af fáum dygðum sem lifði af hjá þjóninni fram að bólu, er enn til staðar.

Við ættum að taka það fólk sem er fast í Keflavík upp á okkar arma. Hótelin ættu að gefa gistingu á laus herbergi, fjölskyldufólk ætti að bjóða fólki heim, gefa því af mat sínum og ganga úr rúmi fyrir það. Allt eftir efnum hvers og eins.

Þetta gerði bærinn Gander í Nýfundnalandi á 11. september 2001 og bærinn nýtur enn góðs af því.

Um alla Evrópu, í Bretlandi og Hollandi m.a., er fólk í öngum sínum. Öll gisting upptekinn og fólk sett á gaddinn hikstalaust.

Á gamla Íslandi hefði aldrei komið til greina að nýta sér neyð fólks, hvort sem það er erlent eða íslenskt, við skuldum þessu fólki hjálp - sem manneskjur. Okkur munar ekki um að hjálpa einhverjum með þessum hætti.

Og það þarf ekki að efast um að alþjóðlegar fréttaveitur tækju eftir þessu. Og ekki gleyma að það er kosningaár í Bretlandi.

Einhver þarna suðurfrá þarf að byrja. Þótt gamlir besservisserar geri sér að leik að útmála Suðurnesjamenn sem úrhrök landsins þá vita allir sem eitthvað vita að þar býr síst verra fólk en annarsstaðar.

1 ummæli:

Bjössi sagði...

Rangt. Aðeins í Keflavík býr fólk sem drepur vinkonur kærustu sinnar svo þær kæri mann ekki fyrir nauðgun. Skítalið.