12. júlí 2009

Hroki Samfylkingarinnar

Hvað er það annað en hroki þegar því er ítrekað haldið fram að hvert stökk Steingríms Joð frá stefnu Vg til stefnu Sf sé þroskamerki eða nýtilkomin ábyrgðarkennd?

Þýðir það að kjósendur Vg geti við kjörskilyrði náð þeim þroska að kjósa Sf?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

að sama skapi eru það talin mikil afglöp hjá Birgittu Jónsdóttur að skipta um skoðun. Maður er bara að sjá það vel hvernig umræðunni er stjórnað af Samfylkingunni og stuðningsmönnum þeirra, hvort sem þeir eru í líki blaðamanna eða ekki. Ég skil t.d. ekki hvers vegna það telst frétt í hádegisfréttum Bylgjunnar áðan að Dögg Pálsdóttir fallisti úr prófkjöri hafi bloggað einhverja gagnrýni um tillögu Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda atkvæðagreiðslu um esb. Fréttamaðurinn sem flutti fréttina var eitt sinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Ekki er hann að flytja manni fréttir af bloggum fallista Samfylkingarinnar þegar einhver úr þeim hópi gagnrýnir sinn flokk eins og hefur alveg gerst.