18. nóvember 2008

S l á t u r t í ð

Sláturtíðin er hafin. Fyrst dó Bjarni þegar hann varð fyrir heykvíslum múgsins þar sem hann laumupokaðist um skuggasund. Algjört slys. Síðan dó Guðni fyrir þá sök að leiða lýðinn af ekki nógu miklu öryggi á foraðið.

Nú langar marga í kónginn en kóngurinn hvarf á bak drottningunni og nú er hún í uppnámi. 

Það er komin stjórnmálakreppa. Hún versnar bara. 

Næsti leikur: mannfórnir. Ekki vegna þess að það lagi neitt. Bara vegna þess að þá verður múgurinn saddur og hægt er að vinna í friði.

Engin ummæli: