Hvers vegna er ekki talað um annað en að ganga í Evrópusambandið ?
Haldið þið að Bretar, Hollendingar og aðrar Evrópuþjóðir sem eru núna að hamast á okkur, séu alveg vitlausir í það að fá okkur í Evrópusambandið ?
Og kannski til þess eins að geta hjálpað okkur ?
Haldið þið að öll okkar vandamál leysist með því að ganga í Evrópusambandið ?
Haldið þið að það kosti ekkert að vera í Evrópusambandinu ?
Haldið þið að við getum fengið eitthvað fyrir ekki neitt hjá Evrópusambandinu ?
Haldið þið að erlendar skuldir okkar hverfi bara ef við göngum í Evrópusambandið ?
Haldið þið að launin okkar hækki strax við að ganga í Evrópusambandið ?
Haldið þið að vöruverð lækki mikið við að ganga í Evrópusambandið ?
Hvers vegna ætti Evrópusambandið að leysa öll okkar vandamál ?
Hvers vegna ekki að skoða aðra möguleika ?
Er hægt að mynda samband með Norðmönnum ?
Eigum við ekki marga sameiginlega hagsmuni með Noregi ?
Til dæmis varðandi Norður Allantshafsvæðið ?
Voru það ekki Norðmenn sem vildu lána okkur peninga ?
Er ekki allt í lagi með Norsku krónuna ?
Haldið þið að það verði erfiðara fyrir okkur að semja við Norðmenn, heldur en Evrópusambandið ?
Eða dýrara ?
Hvað með Bandaríkin ?
Höfum við ekki átt viðskipti við þau í áratugi ?
Getum við tekið upp Dollar sem gjaldmiðil ?
Er ekki allt í lagi með Dollarinn ?
Eru Bandaríkjamenn ekki bara ánægðir með að sem flestir noti Dollar ?
Eru ekki ennþá markaðir í Bandaríkjunum sem við getum selt okkar afurðir ?
Eru einhver vandamál með samgöngur til Bandaríkjanna ?
Haldið þið að það verði erfiðara fyrir okkur að semja við Bandaríkjamenn, heldur en Evrópusambandið ?
Eða dýrara ?
Ég veit það ekki, (ég drekk ekki mjólk). En kannski eru einhverjir sem vita það.
Ólafur Ragnar Hilmarsson.
1 ummæli:
Varðandi ESB: Við viljum stöðugleika frá ESB, sér í lagi evrunni. Auðvitað kostar eitthvað að vera í Sambandinu en það kemur margt á móti eins og minni viðskiptakostnaður, styrkir o.fl. Þar að auki getum við ekki ætlast til að njóta kosta Sambandsins án þess að gefa neitt á móti. Vöruverð kemur örugglega til með að lækka frá því sem nú er þar sem viðskiptakostnaður lækkar og verður auk þess mun stöðugra þar sem gengissveiflur hverfa. ESB leysir ekki öll okkar vandamál enda ekki stofnað til þess. Einhliða upptaka evru myndi setja þjóðarbúið á hausinn því íslensk stjórnvöld geta ekki prentað evrur og þyrftu því að kaupa þær úti í heimi með verðlausum krónum.
Varðandi Noreg: Í fyrsta lagi hefur Noregur engan áhuga á sambandi með Íslandi og norski forsætisráðherrann hló þegar hann var spurður út í myntsamstarf við Ísland. Norðmenn hafa þar að auki verið sú þjóð sem við höfum átt í hvað mestum útistöðum við upp á síðkastið þótt menn séu ansi fljótir að gleyma.
Varðandi Bandaríkin: 70% af gjaldeyrisviðskiptum Íslendinga er við Evrusvæðið og því liggur beinast við að langhagkvæmast er að nota evru. Dollarinn er sömuleiðis mun óstöðugari gjaldmiðill en evran. Þar að auki hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt mikinn vilja til að semja við Íslendinga upp á síðkastið hvort sem það eru varnar- eða efnahagsmál.
Vona að þetta svar komi að einhverjum notum. Drekk ekki heldur mjólk.
kv. Magnús
Skrifa ummæli