Sú rödd hefur heyrst að tími íslenskra stjórnmálamanna sé liðinn eða a.m.k. slegið á frest. Nú sé tími sérfræðinga runninn upp. Þar sem seðlabankastjóri tilheyri berlega fyrri hópnum beri honum því að víkja.
Fátt held ég sé fjær sanni. Við þurfum stjórnmálamenn nú sem aldrei fyrr. Lausnir vandans eru stjórnmálalegs eðlis. Deilan við Breta er stjórnmáladeila. Samskiptin við IMF er á sviði stjórnmála.
Ég skil ekki fólk sem heldur í fullri alvöru að Darling hafi óvart misskilið fjármálaráðherra. Það er ofsalega bláeygt fólk með litla sögulega vídd sem heldur að eignir séu frystar og þeim haldið í frosti dögum eða vikum saman af því að einhver misskildi einhvern í símtali. Ákvarðanir Darlings og Browns snérust um pólitík ekkert annað.
Það er jafn fráleitt að trúa því að Davíð Oddsson hafi óvart sagt að við fengjum lán frá Rússum áður en það var fast í hendi. Það má margt segja um Davíð en eitt verður ekki frá honum tekið. Hann veit eitt og annað um stjórnmál. Eitt og annað sem Geir, Imba, Björgvin, Össur og Árni vita ekki.
Davíð virtist fyrstur til að átta sig. Á meðan aðrir frusu brást hann við. Hann tók tvær ákvarðanir á meðan allir aðrir voru of hræddir til að ákveða nokkuð. Sú fyrri var að segja opinberlega að þjóðin ætlaði ekki að borga skuldir óreiðumanna, hin var að segja frá Rússaláninu.
Það er ekki gild gagnrýni á fyrri ummæli Davíðs að hana megi skilja sem svo að ríkið ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar.
Þessi yfirlýsing ein skapaði þjóðinni þá einu gagnkröfu sem hún á í öllu málinu. Brown brást of harkalega við og framkvæmdi hugsanlega ólöglegan gjörning. Þannig að nú standa mál þannig að þjóðin skuldar enn sem fyrr ábyrgðarféð - en á á móti kröfu gegn Bretum. Það kostaði frekari starfsemi Kaupþings. Er það endilega verra?
Nú er staðan þannig að lánadrottnar fagna hverri krónu sem þeir fá frá Íslandi í stað þess að telja sig eiga sjálfsagða kröfu upp á miklu meira en ábyrgðina. Hvers vegna? Vegna orða Davíðs.
Hin ummæli Davíðs voru þau að við værum að fara að fá fé frá Rússum. Auðvitað var það pólitískur leikur. Samningsstaða okkar gagnvart Bretum og IMF var engin fram að þessari tilkynningu. Bush varð brjálaður og Brown sendi lúpulegur bréf um að hann vildi leysa málið í góðu. Rússalánið er eini styrkur Íslands í samningum við IMF. Það vill enginn að Rússar eignist ítök hér.
Í öðrum löndum myndi stjórnmálamenn sjá um að takmarka skaðann. Ákveða stefnu og fylgja henni. Þingheimur myndi gæta þess að spilla ekki fyrir. Fjölmiðlar líka. Hér kjaftar hver ofan í annan. Hver einasti smábóndi telur að einmitt hann sé best til þess fallinn að hrista spaðann á sendimanni kóngsins og semja um örlög sveitunga sinna.
Mér er til efs að betri ákvarðanir hafi verið teknar í hráskinnaleiknum öllum en sú ákvörðun að fullyrða í eitt skipti fyrir öll að þjóðin myndi ekki greiða skuldir annarra (ábyrgðin er hennar eigin skuld) og að segja frá Rússaláninu (hvort sem það lán verður tekið eða ekki).
Það er hætt við að hálfkák ýmissa minni stjórnmálamanna geri haginn af því að engu.
13 ummæli:
No comment !
Seðlabankastjóri á ekki að ástunda stjórnmál. Hann er embættismaður.
Skemmtileg tilgáta en ég leyfi mér að vera henni ósammála.
Það má a.m.k. fullyrða að Davíð hafi þá einungis verið að spila fyrir innanlandsmarkað því akkúrat þessir snilldartaktar, sem þú tiltekur, ásamt ótrúlegum mistökum í sögulegu víddinni, hafa valdið því að Davíð er rúinn trausti víðast hvar erlendis.
Davíð rúinn trausti + stjórnin ætlar ekki að reka Davíð + þjóðin ætlar ekki að losa sig við stjórnina = Ísland er rúið trausti.
Ég tel heimsbyggðinni sé slétt sama hvað Íslendingar sammælast um. Formúlan hér að ofan er vissulega einföldun, en nær sumpart að skýra hvernig horft er á Ísland.
Svo fyrir Íslandsmarkað segi ég: Lifi Davíð!
En það skiptir engu einasta máli.
Nakvaemlega thad sem Teitur sagdi.
En ja, thetta er augljoslega herbragd hja David, ad kalla i Russana. Svipad og N-Korea og fleiri hressir vilja gjarnan rembast og vera storir med kjarnaoddum. Gott move!
Edal pyrrhiskur sigur.
Teitur, vissulega rétt. En karlinum er vorkunn þegar þjóðarheill er í húfi og enginn gerir neitt.
Baldur, vissulega er Davíð og þjóðin öll rúin trausti erlendis. En nú er þetta orðið spurning um hvaða athafnir eru til bóta og hverjar ekki. Mér sýnist Davíð heldur hafa verið til bóta í þessum ólgusjó frekar en hitt. Að því sögðu er ferill hans að sjálfsögðu á enda, sem og vonandi margra annarra sem hafa brugðist.
Okkar hinna bíður svo mikið verk við að láta stjórnmál okkur varða í miklu ríkari mæli en hingað til. Gott skref væri að fá þig aftur í hóp gagnrýnna.
Ég skil vel að Davíðsaðdáendur séu að reyna að fegra líkið eins og frekast er unnt, en rétt skal vera rétt.
Davið sagði orðrétt "Við ætlum ekki að borga þessar erlendur skuldir bankana" og þegar það er sett í samhengi við eignarnám ríkisins á þeim hluta starfsemingar sem þeim sýndist og restin sett í þrot, þá skil ég vel að erlendir aðilar sem eiga kröfu í þrotabú bankanna verði brjálaðir.
Og þetta með rússalánið. Ef tilgangurinn var að hræða einhverjar Natóþjóðir til samninga hefði verið jafn einfalt að senda strax af stað stóra samninganefnd til Rússlands til að semja um þetta lán. Það hefði nú spurst út og haft mun beittari áhrif en að segjast hafa eitthvað lán sem svo reyndist ekki.
Er þessii grein skrifuð sem grín?
Ef þetta er rétt þá er Davíð stórhættulegur.
Og greinarhöfundur greinilega ekki búinn að átta sig á því hversu alvarlega vond mál þjóðin er í.
En vonandi er þetta grín. Davíð er stórhættulegur hvort sem er.
Sælir piltar,
áhugavert blogg hjá ykkur. Verð að taka undir skilning ykkar í meginatriðum, með "misskilning" og "misskilning" ofan í þessari umræðu allri saman ... Skrifaði töluvert ýtarlega færslu um þetta ásamt fleiru, vonandi á eins sanngjarnan og hlutlausan hátt og kostur er - Þó auðvitað, sitt sýnist hverjum um þessi mál eins og gengur og gerist. Endilega gera athugasemdir þar, ef ekki rétt farið með mál. Dæmi nú hver fyrir sig: http://rynir.blog.is/blog/rynir/
Góðar stundir annars
Veira, ég er enginn Davíðaaðdáandi nema síður sé. En mér er afar umhugað að vera sanngjarn. Ef það þýðir að mér þyki eðlilegt að taka upp hanskann fyrir Davíð endrum og eins, þá verður svo að vera.
Daði, þá fyrst væri þjóðin komin á vonarvöl ef kónar með þína sýn og frásagnargáfu næðu hér völdum.
Rýnir, áhugaverður lestur á síðunni þinni. Þarf að lesa hann betur til að melta vel.
Ragnar er grínisti af guðs náð. Hvað er annað að gera en að henda gaman að öllu saman. Það vita allir að Dabbi er höfundur að hrunadansinum en vill nú sverja krógann af sér. Dabbi trúði blint á hina ósýnilegu hönd markaðarins og ákvað að gera tilraun með þjóðina sína. Þegar hann svo smá saman sá að hlutirnir voru að fara öðruvísi en til var ætlast þá greip hann til hinnar sýnilegu bláu handar en þó aðallega til að reyna að klekkja á pörupiltum sem voru honum ekki þóknanlegir. Það var þó ekki síst Kjarri, hans hægri icesave hönd sem mestu tjóni virðist hafa valdið. Nú spriklar aumingja Dabbi eins og þorskur í eigin neti þjóðinni til tjóns og minnkunar. Seastone
Sanngirni eða ekki, þá er ljóst að Davíð ber ábyrgð á núverandi ástandi umfram alla aðra.
- Í fyrsta lagi var hann forsætisráðherra þegar bankanir voru einkavæddir, og stýrði þar hverjir mættu kaupa ásamt því að móta rekstrarumhverfi þeirra. Þar á meðal var þeim hleypt í húsnæðislánin, og á sama tíma fór íbúðarlánasjóður í 90% lán - sem ýtti verulega undir húsnæðisbóluna sem er nú að fara springa.
- Í öðru lagi var hann pólítískt ráðinn seðlabankastjóri, sem hafði samt það að stefnu að ekki ætti að auka gjaldeyrisvaraforðann. Auk þess var það hann sem dró úr bindiskyldu bankanna til að þeir gætu aukið útlán sín á móti innistæðum.
- Í þriðja lagi er hann stærsti (og nú mögulega eini) stuðningsmaður Íslensku krónunnar, og hefur lagst mjög hart gegn inngöngu í Evrópusambandið, sem t.d. Írar hafa verið að benda á að sé stærsta ástæðan fyrir því að bankakreppan þar endaði ekki eins og sú Íslenska.
Það sorglega er að hér er greinilega sögunni ekki lokið, því nú er hann á móti því að IMF komi og hjálpi okkur út úr þessu ástandi sem hann er hönnuðurinn af - líklegast vegna þess að þá missir hann völdin til erlendra fagaðila og þá er ekki víst að hinir útvöldu verði undir eða ofaná! Auk þess mun hann mun alltaf standa í vegi fyrir Evrópusambandsaðild sem er eina leið okkar til að losna við verðtrygginguna, þannig að við sem erum með íbúðarlán megum búast við tvöföldun þeirra á næstu 3-4 árum, á sama tíma og íbúðarhúsnæði mun lækka um amk 30%.
Ég tel það bara mjög eðlilega kröfu að Davíð segi af sér - sérstaklega vegna þess að allt sem hann "gerði" fyrir Íslensku þjóðina hefur verið þurrkað út á bara nokkrum vikum.
Ragnar er einn þeirra manna sem vill umfram allt stuðla að vandaðri og málefnalegri umræðu. Hann vill að öll sjónarmið komi fram og að tillið sé tekið til allra skoðanna, líka þeirra vafasömu. Hann fer því oft í þann gírinn að benda á það sem öðrum hefur yfirsést og draga fram atriði og álit inn í deigluna sem hefur vantað. Þá skiptir ekki öllu máli hvort þetta eru sjónarmið og skoðanir Ragnars sjálfs eða ekki. Hann talar fyrir þeim ef enginn annar gerir það svo þau fái að vera með.
ert þú skriðinn ofan í holuna
allt þá á ég við ALLT bendir til að enginn vilji reina að hjálpa þeim sem er með hirðfíflið í hásætinu
Skrifa ummæli