Vá!
Það held ég að Philip Green sé reiður út í Egil Helga núna.
Jón Ásgeir fær stóran plús fyrir að mæta í Silfrið og halda stillingu sinni. Virðist vera heilsteyptasti karakterinn í útrásarliðinu.
Fór Egill yfir strikið?
Hreint ekki. Egill hefur raunar staðið sig aðdáunarlega í aðdraganda þessara hremminga og í gegn um þær. Hann hlustar greinilega á fólkið sem ber til hans umkvörtunarefni sín. Hann tekur harm annarra til sín. Og virðist einn um það (fyrir utan kannski Ingva Hrafn).
Söngurinn um að ekki sé tímabært að finna sökudólga hefur ómað síðustu viku. Það má vel vera. En það er svo sannarlega tími til að skipta skapi.
Tími blaðurs er liðinn. Nú vantar innistæður.
Egill var í fullum rétti. Jón hafði gott af þessu. Þjóðin hafði gott af þessu. Þetta var lófinn sem skall á smettinu í afvötnunartilgangi.
22 ummæli:
Egill var móðursjúkur í viðtalinu. Jón fær + fyrir að halda ró sinni í persónuárásinni.
Já, ánægð með Egil. Það sást líka greinilega hvað hann var reiður! Og í raun hvað reiði hans og okkar hinna er máttlaus. Jón Ásgeir fær stjörnu fyrir að reyna að standa fyrir sínu og mæta, hinir eiga greinilega skilinn aumingjatitilinn sem þjóðin hefur sæmt þá (var forsetinn nokkuð búinn að klastra fálkaorðu á einhvern þessara gæja annars?. En það er augljóst að Jón Ásgeir tekur enga ábyrgð, allir kenna öðrum um og að það mun ekkert breytast, held reyndar að pólítíkusarnir okkar séu alveg jafn spilltir. Munurinn á þeim og mörgum okkar hinna er að þeir hafa tryggt sér eignir og peninga og munu ábyggilega halda áfram að njóta lífsins dásemda (þessara sem hægt er að kaupa fyrir peninga).
En ég var ánægð með Egil, hann á þakkir skildar fyrir að taka þessi mál föstum tökum.Enda treystum við mörg á að hann standi vaktina. Við Íslendingar erum svo svakalegar bleyður. Annarstaðar væri búið að gera byltingu. Við erum náttúrulega aumingjar!
Egill var ekki móðursjúkur í þessu viðtali. Hann í raun og veru spurði þeirra spurninga sem á fólki þessa lands hvílir þessa dagana og var ágengur við það. Eins og vera ber.
Ég held að það sé ekki orðum aukið að flestir Íslendingar séu öskureiðir út í þessa "útrásarvíkinga" og krefjist svara. Menn eins og Jón Ásgeir eiga ekki skilið að sleppa léttilega frá þessum málum.
Egill er allatf góður og það sást hve reiður hann var.
Enn nú vil ég sjá viðtal við forseta vor um hans álit á þessu öllu saman.
Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir hann að allir bestu vinir hans skildu hann eftir þegar éir flýðu land í vikunni.
Jú einn kom aftur og talaði við Egil. Sjálfsagt líka til að ná í forseta vor.
haha já Jón Ásgeir hafði gott af þessu!
Allar nornaveiðar eru ekki það sem við þurfum á að halda akkúrat núna...þó að manni langi mest til þess að halda einhverja brennu. Það er fyrst og fremst stjórnkerfið og eftirlitsstofnanir sem hefur brugðist þjóðinni.
JÁJ var flengdur í þessu viðtali. Egill talaði bara út frá þjóðarsálinni og það er fjandans rugl að hann hafi verið eitthvað móðursjúkur. JÁJ kann hinsvegar ekki að skammast sín og engin von til þess að hann geri það í bráð. Hann fær þó prik fyrir að þora að mæta, öfugt við hinar útrásarládeyðurnar.
Hitt er svo annað mál að ég hefði líka mjög gaman af því að sjá viðtal núna við forseta vorn sem fór mikin um allan heim og boðaði fagnaðarerindið um íslensku "útrásarstrákanna okkar."
En raunverulegu sökudólgarnir eru stjórnvöld sem áttu að standa vörð um almannahagsmuni og þjóðina í heild. Það gerðu þau ekki. Reiði landsmanna á fyrst og fremst að beinast að stjórnvöldum og bleðlabankanum.
Það er sennilega rétt að við höfum ekki tíma til nornaveiða núna. Það sem ég hef mestar áhyggjur af um þessar mundir er aðgerðaleysi og/eða bleyðuháttur stjórnvalda. Láta ganga yfir sig og sverta mannorð þjóðarinnar án þess að bera hönd fyrir höfuð okkar. Tala svo bara um að sennilega þurfum við að athuga hvort gengið hafi verið á rétt okkar. HVENÆR!!!
Nú er kominn tími til lýðræðislegra vinnubragða. við þurfum fólk sem vinnur faglega en ekki eftir flokkslínum. Það er óþolandi að hlusta á þessa pólitíkusa sem alltaf syngja sama sönginn á meðan verðmæti þjóðarinna skolast út á haf. Við þurfum fagfólk sem vinnur fyrir kaupinu sínu eins og allir hinir og vinnur vinnuna sína án þess að hugsa um hagsmuni einhverra útvalinna gæðinga. Við þurfum lýðræði á Íslandi og í því felst t.d. að geta kosið fólk en ekki flokka. Kosið þá sem sýna trúverðugheit en ekki hollustu við einhverja maskínu sem heitir ??flokkur. Það er óþolandi að þurfa að merkja við heilan flokk misviturra manna og kvenna ef maður vill velja einhvern sem maður heldur að hægt sé að treysta. Fyrir utan það að það er fullt af fólki sem maður mundi kjósa vegna verka þeirra en þau hafa meira siðgæði en svo að taka þátt í mesta niðurrifsafli heimsins, nefnilega flokkspólitík.
Einhver staðar er misskilningur í þessa umræðu. Bankinn hlýtur að bera ábyrgð á sinum útlánum. Ef ábyrgðirnar eru ekki nógar og bankinn tapar er það hans mál. Ef skuldarinn hefur aðrar eignir verður gengið að þeim, venjulega.
Reiðin á götunni verður þá að beinast að bankanum, ekki að skuldaranum ef bankinn fer á hausnum og einhver á götunni verður fyrir tjóni.
Ég held að margir megi muna sinn fífil fegurri.
Egill réðist á Jón Ásgeir með óskipulagðu offorsi. Mér finnst ágætt að nefna að t.d. í Danmörku er "goodwill" skattlagt eins og eign. Það er því tvíþætt að notfæra sér slíka bókfæslu. Það er því virðingarvert (ef satt) að Jón Ásgeir hafi ekki bókfært "goddwill" sem eign. (auka verðmæti fyrirtækis án fasteignalegs/áþreifanlegs raunvirðis)
Fólk með viti veit að það á/verður að gera sem mest úr eignum Jóns Ásgeirs. Hvers virði er sjoppa án vöruúrvals? Ef sjoppan tæmist af birgðum, þá er ekkert þangað að sækja og sjoppan verðlaus.
Ég vænti þess að fagfólk í bransanum viti/hafi hugmynd um hvað það er að gera, þ.e. gera sem mest verðmæti úr því sem er nú, án þess að efnahagskerfi Evrópu/heimsins fari í rúst.
Eins og staðan er: Vill fólk brunaútsölu á eignum landsmanna til hvaða Jóns sem er eða velja að selja til bestu aðila markaðarins.
Egill: Þú fórst fram úr þér í dag. Málefnalegar umræður og rökfærslur gefa af sér bestu svörin, en í þetta sinn var heimavinnan slök. Slök á einum stærsta punkti Íslandssögunnar. Þú hefðir átt að gera betur.
nicejerk
Það var átakanlegt að sjá svo reyndan þáttarstjórnanda missa svona gjörsamlega stjórn á sér, það sem verra var að það kom ekkert útúr þessu.
Hættum að beina spjótum okkar að meintum sakamönnum í þessu máli og nýtum okkur frekar þekkingu þessara manna, áræðni og hugvit til endurreisnar. Við gerum svo málin upp þegar rikið er sest á yfirvegaðan og víðsýnan hátt.
Sigrún Einarsdóttir
Já egillinn var ómálefnalegur og óskipulagður í viðtali sínu við Jón Ásgeir. Spurning eins og ,,ertu að fara vinna á kassa í bónus?" ´miðað við þá reynslu sem Egillinn á að búa yfir, er fáránleg. Egill gerði sér mikin óleik að mínu mati. Svo vilja einhverjir að forsetinn komi fram akkúrat núna? Hvað á hann að gera?
Reynum nú að vera málaefnaleg í þessari umræðu, því ástandið sem hér um ræðir er býsna alvarlegt og alls ekki til þess fallið að vera með sleggjudóma akkúrat núna. Hver eða hvað klikkaði? Hvað með alla öryggis-ventlana í kringum banka- og fjármálakerfið sem eiga að grípa inn í ef þess er þörf? axla þeir enga áyrgð?
Egill fór allt of langt í sömu ásökunum aftur og aftur, ef málið er skoðað þá sagði Jón Ásgeir daginn eftir að Davíð skellti Glitni að afleiðangarnar yrðu skelfilegar og það hefur komið á daginn. Það eru vanhugsaðar aðgerðir Davíðs og félaga gagnvart Glitni og síðan slæm samskipti (dýralæknir sem varla kann ensku) við forustumenn í Bretland sem eru búnar að koma okkur í þessi vandræði. Útrásarvíkingarnir svokölluðu vorur að vinna í samræmi við reglur og lög landsins og ef það er talið að þeir hafi farið of langt þá voru reglurnar gallaðar.
Egill hafði alla möguleika á að rassskella Jón Ásgeir fyrir alla óráðsíuna og sukkið. En hann tilheyrir þessum hauslausu hænum sem eru íslenskir fjölmiðlamenn. Klifaði á stöðugt á innihaldslausum tuggum eins og þeirri hvort Jón Ásgeir ætlaði að vinna í Bónus. Brjóstumkennanleg frammistaða!
Það kom reyndar enginn vel út úr þessu "viðtali".
Egill var ómálefnalegur og með fáránlegar spurningar sem koma málinu ekkert við og alltof æstur miðað við að vera í stöðu fréttamanns.
Jón Ásgeir kom orðum ekki nægilega vel fyrir sig til að svara þeim spurningum sem áttu rétt á sér.
Mér finnst samt ekki rétt að vera með of mikla reiði gagnvart þessum mönnum. Þeir fóru auðvitað of geyst og léku sér að pening sem þeir áttu ekki (skulduðu). EN held að allir hér ættu að líta í eigin barm. Það er bara staðreynd að Íslendingar kunna ekki að fara með pening! Það sést best á því að skammtímaskuldir okkar voru háar fyrir 2004 þegar bankarnir buðu húsnæðislán. Stór hluti þjóðarinnar hugsaði sér gott til glóðarinnar og endurfjármögnuðu húsin og keypti sér plasma TV, gerðu upp garðinn, settu pall á lóðina og keyptu nýjan lúxusbíl eða hreinlega keyptu stærra húsnæði! Fyrir nokkrum mánuðum var sagt frá því að skammtímaskuldirnar voru ekki bara orðnar jafnháar og áður en þjóðin endurfjármagnaði fasteignirnar heldur mun hærri!! Og hvaðan haldið þið að peningurinn hafi komið sem gerði bönkunum það kleift að kaupa eignir út??
Þessir útrásarvíkingar voru í sama lánaleik og við, nema í miklu miklu stærra magni og með miklu miklu stærri og alvarlegri afleiðingum.
En hinn venjulegi Íslendur situr nú eftir með gengisbundið húsnæðislán og bílalán á flotta bílnum sem við ráðum ekki við og yfirdráttavexti sem við notuðum til að kaupa hlutabréf í hlutabréfaleiknum (sem enginn hafði vit á) og nú viljum við finna einhvern til að kenna um því við lifðum um efni fram og ráðum ekki við þetta lengur!!
Við erum ekkert skárri en þessir menn sem við viljum nú skella skuldinni á! Týpísk íslensk hegðun - kenna einhverjum öðrum um í staðinn fyrir að taka ábyrgð sjálf! Nú verðum við að taka afleiðingunum og vonandi, vonandi lærum við eitthvað af þessu og förum að haga okkur meira eins og siðmenntuð þjóð þegar kemur að peningum í framtíðinni!
Egill var subbulegur í yfirgangi sínu. Mér dettur ekki í hug að Jón Ásgeir sé einhver engill en hann á ekki skilið að þjálfaður sjónvarpsmaður helli sér yfir hann með óstaðfestum aðdróttunum og fullyrðingum.
Þetta var frekar ógeðslegur poppúlismi hjá Agli.
Jón Ásgeir er auðvitað enginn engill, en frammistaða Egils var ömurleg. Hann óð fram með tilfinningaþrungna vellu og gróusögur. Hefði hann komið með eitthvað staðfest, þá hefði Jón Ásgeir kannski svitnað. En Egill eyðilagði þetta tækifæri með því að missa stjórn á sér og verða hlægilegur.
Hann er eiginlega alveg að missa sig í sjálfbirgingshætti og besservisserstælum. Hann er að fá til sín viðmælendur, en grípur stöðugt fram í fyrir þeim. Af hverju þylur hann ekki bara sína mónólóga einn?
Já Egill misti sig og notaði ekki það tækifæri til að fá svör og upplysingar sem hefði verið hægt í þessu viðtali
Sæl öll aftur,
Nú, ég hefði getað bætt inn í textann hjá mér áður, að í Danmörku var söluherferð hjá öllum helstu bönkum þar (þegar lánsfé var ódýrt), sem gekk út á að "fólk ætti að njóta lífsins". Sú söluherferð gekk út á að fólk, sem væri búið að borga niður eitthvað af húsnæðisláninu á eigin húsnæði, gæti tekið lán út á "friværdi" sem hefði skapast. Þetta átti einnig við um húseigendur sem hefðu keypt í gósentíðinni, nánast ekkert greitt af húsnæðinu, en húsnæðisverðið hefði hækkað verulega frá kaupdegi. Bankarnir voru með alvarlegar söluherferðir sem jafnvel dagblöðin tóku sjálfviljug þátt í. Í dag er talað um fólk undir fertugu (50.000 manns) sem er í vandræðum vegna þessa,orðin gjaldþrota, en þeir eru enn of skömmustulegir til að tala um eldri borgara sem hafa orðið fórnarlömb sölumennsku bankanna. Þeir benda frekar á Ísland sem sökudólg. hehe. Hlægilegt, ekki satt.
Mér sýnist skúrkurinn vera alþjóðleg bankasölumennska og því ætti að taka á málunum samkvæmt því.
nicejerk
Ég var ánægð með Egill.
Hann sagði það sem við hin erum að hugsa.. Hann Egill er mannlegur og greinilega ekki búin að gleyma því sem skiptir máli. Hann veit hver staðan er, hann þorir og gerir.
Þökkum fyrir að við eigum alla vega einn fjölmiðlamann sem er ekki hræddur við auðmennina sem ÁTTU Ísland.
Jón 'Asgeir fékk yfir sig reiðigusu Egils. Og það vara bara allt í lagi. Þessir gaurar(útrásarvíkingarnir) eiga það skilið. En það var ömurlegt að horfa á og fylgjast með Degi og Svandísi! Blörðuðu um ekki neitt. Sigmundur og Guðrún töluðu mannamál sem hin kunna auðsjáanlega ekki. Guð hjálpi okkur með að sitja uppi með svona máttvana stjórnmálafólk. Ragnar benti réttilega á hvað unga liðið á alþingi er lélegt og þau tvö undirstrikuðu það rækilega í þættinum
Vonlaust viðtal.
Það sem eftir stendur er sem sagt að við fengum svar við hinni brennandi spurningu hvort Jón Ásgeir væri tilbúinn að fara að vinna á kassa eða lyftara í Bónus. Gott að fá það á hreint, það stefnir nefnilega allt í stórfelldan skort á starfsfólki í láglaunastörf og mikilvægt að kraftar JÁJ séu nýttir þar.
Skrifa ummæli