9. október 2008

Bankafólk í snörunni

Það á að vera forgangsmál hjá þjóðinni að hlúa að starfsmönnum fjármálafyrirtækjanna þessa dagana. Það fólk er ekki aðeins undir gríðarlegu álagi og hrætt um framtíð sína. Sumt af því hefur óafvitandi orðið þess valdandi að fólk hefur tapað aleigunni. Og það finnur til persónulegrar ábyrgðar.

Nú tala margir um afturhvarf til stórrar þorpssálar. Slíkt hjal er marklaust ef við ætlum að skipta þjóðinni í þrjóta og fórnarlömb. Við erum öll fórnarlömb. Við sitjum öll í sömu súpunni.

Nú er svo komið að næstu dagar geta allt eins borið með sér auknar hörmungar. Krónan gæti styrkst á morgun, hún gæti líka orðið verðlaus með öllu. Það er raunhæfur möguleiki að hætt verði að taka á móti islenskum greiðslukortum erlendis.

Hvað svo sem gerist mun mikið mæða á starfsmönnum bankanna næstu daga og álagið eykst aðeins þegar nær dregur mánaðarmótum. Ef álagið verður of mikið þá hættir þetta fólk einfaldlega að mæta í vinnuna.

Engin ummæli: