29. september 2008

Tómas

Ég skil ekki þessa andúð fólks á væntanlegu minnismerki um Tómas Guðmundsson. Ég leyfði mér að skella saman skissu af því hvernig það gæti litið út. Að sjálfsögðu yrði minnisvarðinn staðsettur þar sem borgarfulltrúar gætu notið hans sem best — og minnti þá og okkur á skáldsnilld Tómasar.



Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, rétti oss
reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss