24. september 2008

Obama upp við vegg

Þegar Obama tilkynnti um varaforsetaefni sitt sagði ég öllum sem vildu heyra að McCain myndi velja unga konu. Mér fannst það einhvern veginn augljóst.

Mér fannst því hvorki frumlegt né spennandi þegar sarah Palin var kynnt til sögunnar. Það þýddi það eitt að McCain væri örvæntingarfullur.

Í kvöld gerði hann nokkuð enn örvæntingarfyllra. Hann reyndi að skjóta sér undan fyrstu kappræðunum við Obama og vísaði til þess að þeir þyrftu að fara að vinna í stað þess að etja kappi. McCain brást svona við þegar Obama hafði spurt hann hvort hann vildi ekki vera samferða með einhverja yfirlýsingu vegna kreppunnar.

Nú er lið Obama að semja mótleik. Sá mótleikur mun virka. McCain tapaði baráttunni í dag.

Engin ummæli: