26. september 2008

Madeleine

Nú er frétt um það á Vísi.is að Medeleine litla hafi sést á Mallorca. Löggan leitar nú logandi ljósi á öllum hótelum í nágrenninu þar sem hún á að hafa sést.

Það hefur komið fyrir grilljón sinnum, að fólk segist handviss um að hafa séð hana á einhverjum ákveðnum stað, og löggan eyðir miklu púðri í að leita að henni á viðkomandi stöðum.

Ég spyr bara einfaldlega : Er ekki alveg í lagi með fólk ? Stelpan er búin að vera týnd í guð má vita hvað langan tíma og er leitað af yfirvöldum út um gjörvalla evrópu. Um er að ræða frægasta týnda barn í veröldinni, svo ég viti til. Er til of mikils ætlast að fólk sem telur sig sjá hana, reyni að sleppa henni ekki úr augsýn ?

Ef ég sæi barnið, þá er ég alveg viss um að ég myndi ekki hlaupa niður á lögreglustöð og tilkynna að ég hefði séð hana á einhverju torgi innan um þúsundir manna. Ég myndi bara elta hana, hafa samband við lögregluna ef ég gæti, en umfram allt passa mig á því að missa ekki sjónar af henni. Aldrei.. þangað til lögreglan er mætt og búin að taka barnið og ganga úr skugga um, að ég hafi haft rangt fyrir mér, eins og allir hinir.

Annars er ég hræddur um að þessi stúlka finnist aldrei á lífi.. því miður.

Bóla

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og afhverju er þetta komið í fjölmiðla um leið?? Auðvitað ef að barnið er á þessum stöðum og kemst í fjölmiðla þá komast þessir meintu barnaræningjar að því að sést hafi til þeirra og drífa sig í burtu med det samme.
kv,
Friðrik í DK

Langi Sleði sagði...

Eins og portúgalska og breska pressan í ákveðinni samvinnu við heimspressuna, virðist Maddí flaggað á ákveðinn hátt, í fréttaþurrð, en væntanlega verður það einungis í hálfa stöng hér eftir.
Mér finnst að við ættum að segja þeim að taka okkur íslendinga til fyrirmyndar og byggja upp ísbjarnardrama í staðinn. Það er gaman