9. september 2008

Flóttamenn

Mér finnst frábært að við skulum hafa tekið á móti flóttamönnum frá flóttamannabúðunum í Írak, á Akranesi.

Það vona ég að þeim líki vistin hér.

En hvurn fjandann eru palestínskir flóttamenn að gera í Írak ? Er ekki heimurinn orðinn grár, þegar fólk flýr frá hörmungunum í Palestínu yfir til Írak þar sem allt er í steik ? Spyr sá sem ekki veit.

Bóla

6 ummæli:

SP sagði...

Palestínskir flóttamenn skipta milljónum. Stór hluti þeirra býr í flóttamannabúðum sem finna má í öllum grannríkjum Ísraels. Þekktar eru t.d. flóttamannabúðir þeirra í Líbanon þar sem fólk hefur búið í margar kynslóðir.

Án þess að það hafi komið fram í fjölmiðlaumfjölluninni núna, þá býst ég frekar við að Palestínumennirnir í Írak hafi flestir farið þangað þegar Jórdanirnir ráku þá á braut fyrir löngu síðan. Það er í það minnsta líklegra að þessar konur hafi búið í Írak alla ævi en að þær séu nýfluttar.

Birkir Freyr sagði...

þakka þér fyrir að upplýsa fáfróðan heila ;)

En við skulum nú samt róa okkur aðeins þegar við tölum um "margar kynslóðir"... er það ekki ?

Hver er annars sp ?

Bóla

SP sagði...

Tja - elstu flóttamannabúðir Palestínumanna eru sextíu ára gamlar, frá 1948. Það þýðir að fjórða kynslóð flóttamanna getur hæglega verið að fæðast í slíkum búðum.

Og ef við tökum með í reikninginn að margir þeirra sem fluttust í þessar búðir sínum tíma voru komnir yfir miðjan aldur... þá mætti alveg hugsa sér barn sem fæðist í dag í sömu búðum og langa-langa-langa-langaamma þess (fædd 1888) settist að í um sextugt...

Hver er SP? Tja, einhverra hluta vegna vill athugasemdakerfið ekki birta tengilinn á síðuna mína (www.kaninka.net/stefan)

Birkir Freyr sagði...

Sæll stefán, til að byrja með vil ég benda á, að ég er engu nær um það hver þú ert...nema bara að þú heitir Stefán.Það vantar allan prófil um þig á þessari síðu, nema ég sé svona tregur að hafa ekki séð það...sem er bara alls ekki útilokað;)

Svo væri ég alveg til í að þú myndir fræða mig aðeins meira um flóttamenn frá Palestínu, því eins og sést á skrifum mínum þá veit ég ekkert um þau mál. Eru virkilega flóttamannabúðir fyrir Palestínumenn í fleiri löndum en bara Írak ?
Afhverju ? Er skárra að vera í Jórdaniu, Líbanon, Írak eða Sýrlandi, sem flóttamaður, en heima i Palestínu ?
Ef það var svona vont að vera í tjaldi í Írak, afhverju flutti fólkið þá ekki bara til baka ?

Og afhverju var einn strákur í Adidas skóm og annar í Nike skóm við komuna í Leifsstöð, ef þau hafa aldrei haft efni á því að kaupa sér svo mikið sem kjúklingaeistu ?

kv, Bóla

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Ég hugsa að meira segja flóttafólkið uppi á Skaga viti hver SP er, drengur.

SP sagði...

Staða landflótta Palestínumanna er ein stærsta hindrunin á vegi friðarsamninga milli Palestínumanna og Ísraelsmanna. Það er hægt að deila lengi um fjölda þessa fólks. Palestínumenn sjálfir nefna sem hæstar tölur, en það er svo sem ljóst að hluti þessa fólks er búið að koma sér fyrir í öðrum samfélögum og hefur ekki endilega hug á að snúa aftur.

Í samningaviðræðum Ísraela og Palestínumanna hafa Ísraelar viljað einskorða málið við að finna einhverja lausn varðandi sambúð gyðinga í Ísrael annars vegar og Palestínumanna í Ísrael og á hernumdu svæðunum hins vegar. Þeir þvertaka hins vegar fyrir að heimila flóttamönnunum að snúa heim - segja að þar með myndu þeir lenda í minnihluta innan landamæra Ísraelsríkis/Palestínu og við það geti þeir ekki sætt sig.

Það er því aldrei valkostur fyrir Palestínska flóttamenn í Írak að fara til Gaza eða á Vesturbakkann.

Þú verður bara að gúggla mér...