31. ágúst 2008

Það sem máli skiptir

Það er kominn tími til að hér á síðunni sjáist skrif um eitthvað sem skiptir máli. Þess vegna ætla ég að skrifa um það sem skiptir mestu máli í heiminum... LIVERPOOL.

Liverpool hefur ekki verið að spila sannfærandi það sem af er leiktíð og rétt drulluðust áfram í meistaradeildinni. Við erum þó með fullt hús stiga í deildinni og komnir í riðlakeppnina í Meistaradeild Evrópu. Sem sagt..fullkominn árangur. það eru til menn sem finna Liverpool allt til foráttu vegna þess að við höfum ekki verið að spila nægilega vel. Ég segi hinsvegar, það þarf ekki að vera fallegt, við þurfum bara að vinna. Mér er nákvæmlega sama hvort liðið spilar skemmtilegan bolta eða ekki. Mér er alveg sama hvort við séum betra eða lélegra liðið, hvort við skorum á
5. eða 90.mínútu. Við þurfum bara að vinna leikina.
Í dag er erfiður leikur við Aston Villa í Birmingham og þar verða að fást 3 stig. Ég hef fulla trú á mínum mönnum og ætla að spá okkur sigri 0-1. Þá verðum við ennþá með fullt hús stiga og gerum svo alvöru að því að vera í titilbaráttu í vor.

Hef þetta ekki lengra í bili...

You'll Never Walk Alone:

When you walk through a storm
Hold your head up high
And don't be afraid of the dark
At the end of the storm
Is a golden sky
And the sweet silver song of a lark
Walk on through the wind
Walk on through the rain
Tho' your dreams be tossed and blown
Walk on, walk on
With hope in your heart
And you'll never walk alone
You'll never walk alone

góðar stundir...
Bóla

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki verið alveg sammála þér þarna. Þó er ég Liverpool maður sjálfur. Vissulega er mikilvægast að vinna, en hvort myndir þú vera í leiðinlegri vinnu fyrir milljón á mánuði eða skemmtilegri fyrir hálfa milljón? Það er náttúrulega bara einn áfangastaður, en það er ekkert að því að njóta útsýnissins á leiðinni.

Kveðja,
Árni

Nafnlaus sagði...

Engan veginn sambærilegt. Þó verð ég að segja, að ég tæki leiðinlegu vinnuna og milljónina, í einhvern tíma... hugsanlega talsverðan tíma, og svo myndi ég söðla um gera það sem mér finnst skemmtilegt þegar ég er orðinn nægilega efnaður til þess.

Varðandi Liverpool, þá er það árangurinn sem skiptir máli..ekki áferðarfallegur fótbolti. Við stuðningsmenn viljum árangur. Við töpuðum mörgum stigum í fyrra eftir að hafa verið að spila miklu betur en andstæðingurinn, en fengum svo á okkur mark í lokin og töpuðum stigum. Má ég þá heldur biðja um að vera að skíta á okkur í leikjunum, en vinna þá samt.

Bóla

Nafnlaus sagði...

Það segir kannski allt sem segja þarf um ykkur Poolarana. Ykkur detta bara í hug tveir möguleikar: Skemmtilegur bolti og tap - og leiðinlegur bolti og sigur.

Hvað með að spila skemmtilegan bolta og vinna?

Nafnlaus sagði...

Hvað skyldirðu ekki við það sem þú varst að lesa ? Ég sagðist frekar vilja spila illa og vinna, en að spila vel og tapa! Þarna gaf ég tvo möguleika valdi annan. Þá kemur þú hingað askvaðandi inn á grútskítugum skónum og slengir fram þeirri fáránlegu fullyrðingu að mér hafi bara dottið þessir tveir möguleikar í hug!!! Mér duttu fullt af möguleikum í hug, og örugglega fleiri en þér.

Hvað með að spila skemmtilegan bolta, vinna og fara svo heim með flottustu kellingunni í bænum? Eða spila skemmtilegan bolta, vinna og fá sér pulsu með öllu á eftir ? Spila skemmtilegan bolta, vinna og fá á sig fæst mörk/skora flest/tapa aldrei/ etc etc.

Liverpool lagði örugglega ekki upp með að spila svona illa í upphafi leiktíðar. En það er engu að síður staðreyndin og þá er skárra að hala inn stigum en ekki. Ef þú skilur þetta ekki, þá skalt þú fina þér eitthvað annað áhugamál en fótbolta.

Bóla

Nafnlaus sagði...

p.s.

Ég hef engan húmor þegar kemur að Liverpool. Og allra síst þegar við gerum jafntefli við fokking Aston Villa.

Bóla

Óli Sindri sagði...

Einmitt! Þetta er eins og að fara í messu, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg skiptir þar máli að lúta í duftið fyrir Guði, ekki skemmta sér.

Þannig er fótbolti fyrir Birki.

Ekki að ég sé á nokkurn hátt sammála; sé verið að spila grútleiðinlegan bolta hef ég engan áhuga á að horfa. Þá fæ ég mér frekar bjór og skipti yfir á Dr. Phil.

Unknown sagði...

Birkir, plís ekki fara að gæla við að þið komist upp með svona spilamennsku á móti Chelsea, Utd og Arsenal t.d.. Plís, ég bið þig. Þið voruð, í Guðs bænum, að spila við Sunderland, Boro og Villa, þó svo að Villa sé nokkuð líklegt með top 6. Svo ertu farin að falla í þessa margfrægu Poolaragryfju, vinnið nokkra í röð og farið að gæla við titilinn...svo kemur fallið og maður sér nýjan link inná liverpool spjallinu örfáum vikum seinna undir heitinu: Næsta tímabil. Enn einu sinni er þetta að klárast á einstaklingsframtaki, Gerrard og/eða Torres, það er hreinasti hryllingur að horfa uppá þetta leik eftir leik eftir leik. Já, ég veit þú sagðir þetta er samt árangursríkt og eitt að lokum, plís viltu þar sem þú ert á annað borð að bjóða fólki uppá að skrifa hér, sýna þeim almenna kurteisi og lengja aðeins í kveikiþráðnum hjá þér og taka smá gagnrýni, ásakandi fólk um að vera vaða inná þig á grútskítugum skóm, slengjandi einhverju framan í þig og fleira í þeim dúr.

kv. Frá Dalvik, Addi E

Óli Sindri sagði...

Heyr, heyr.

Nafnlaus sagði...

thí thí..Takk fyrir Innleggið Addi;)

Ég vil byrja á því að taka það fram, að ég var alls ekkert að gæla við þá hugmynd um að við kæmumst upp með svona spilamennsku á móti "stóru liðunum", en ef það myndi gerast, þá yrði ég sáttur. Það eina sem ég benti á, (af tvennu illu), þá myndi ég frekar vilja spila svona illa eins og við því miður höfum gert, og vinna þá leikina, en að vera í þeirri stöðu að dominera leikina, og tapa svo stigum í lokin og enda svo í baráttu um fjórða sætið.

Ef við vinnum alla leikina, þá man enginn eftir því hvort við vorum betri aðilinn í leiknum eða ekki, eftir smá tíma. Þá skiptir það heldur ekki máli lengur.

En að sjálfsögðu þá ætlast ég til þess að við spilum betur, og ég hef trú á því að það gerist. Þetta er búin að vera hörmuleg spilamennska það sem af er, það er ljóst, en sísonið er nú bara rétt að byrja.

Svo vil ég taka það fram að ég er raunsær, og það heyrist enginn steríósöngur frá mér þessa dagana um að ég haldi að við séum að fara að vinna titilinn þó við byrjum ..tja..svona þokkalega. Þvert á móti er ég mjög raunsær og tel að við verðum í efri hlutanum, líklegast bara í okkar fjórða sæti. Með batnandi spilamennsku og sterkum heimavelli þá eigum við kanski möguleika á 2-3, en það verður langsótt. Tala nú ekki um ef að City fara að gera einhverjar rósir líka.
Vandamálið er bara að við eigum enga helvítis kantmenn og það virðist ekki vera til króna í bauknum hjá okkur fyrir slíkum, nema þá einhverjum meðalskussum sem er bara happa glappa hvernig standa sig (Benayoun, Pennant, Kyut ofl ofl). Sjáum til hvernig Riera stendur sig og svo hlýtur Keane nú að sýna eitthvað meira en þetta..

Að lokum: Ég þarf ekkert að lengja í kveikiþræðinum hjá mér. Það er um að gera að vera nógu heitur í þessu rugli öllu saman. Enda er alveg ljóst að menn hafa gaman af því að kynda mig í þessum efnum. En þessi ummæli fóru bara í geðið á mér:
" Það segir kannski allt sem segja þarf um ykkur Poolarana. Ykkur detta bara í hug tveir möguleikar: Skemmtilegur bolti og tap - og leiðinlegur bolti og sigur."

Þarna er bara fast skot á okkur Púllarana, sem átti bara ekkert rétt á sér. Þetta var bara ekkert það sem ég var að tala um, og segir bara alls ekkert allt sem segja þarf um okkur Púllarana. Ég bara móðgaðist yfir þessu kommenti, sem mér fannst asnalegt.

Bestu kveðjur á Dalvíkina.
Bóla

p.s: svo bauð ég aldrei fólki að kommenta hérna...það var fíflið hann bróðir minn, sem nota bene gistir á hóteli næst þegar hann kemur í heimsókn til Akureyrar;)

Nafnlaus sagði...

áfram birkir .....áfram Liverpool

:)

mbk,

Gísli