19. júlí 2008

Svar við síðustu getraun

Góðan dag.

Nú er sól í heiði og gaman að vera til. Rækjufésið hann eldri bróðir minn er í heimsókn ásamt fjölskyldu sinni. Það er gaman að fá gesti en það verður þó að segjast að þessi sínöldrandi bróðir minn hefur ekki gert annað en að nöldra yfir kulda og vosbúð síðan hann kom í heimsókn. Á milli þess sem hann reynir að éta mig út á gaddinn, þá hefur hann einnig verið iðinn við að reyna að koma ofan í mig, fullfrískum manninum, allskyns pillum og töflum. Nýjasta æðið er eitthvert afbrigði af anti-histamíni, gegn ofnæmi, sem ég er bara alls ekkert með. Ef hann heldur þessu áfram, þá neyðist ég til þess að vísa honum á dyr og biðja hann um drepa annað fólk úr leiðindum.

Svarið við gátunni kom í gær..Rétt svar við fyrri gátunni var auðvitað MARS, og við síðari gátunni LÓÐ ! Svarið kom frá Ragnari og því á hann leikinn.

Ég verð þó að lýsa yfir vonbrigðum með þátttökuna að þessu sinni, og er orðinn hræddur um að lesendur þessarar síðu séu kanski langflestir plebbar, sem kanski hafi bara gaman af þessum leiðindapistlum bræðra minna.

Að lokum... Aníta frænka á afmæli í dag... og óska ég henni til hamingju með það...

Bóla

Engin ummæli: