4. júlí 2008

Queen getraun

Getraunir eru móðins. Spurningin er einföld. Hér er lag sem Freddie Mercury syngur fyrir hönd Queen. Þetta er lag sem er tiltölulega nýbúið að setja á plötu enda var það gert í hálfkæringi. Svona lög gerðu þeir reglulega. Spurt er:

Af hvaða tilefni er lagið gert?

Hvaða ár?

5 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Má ég svara?

Nafnlaus sagði...

Var þetta nokkuð af því tilefni að Freddie hafði fengið jákvæðar niðurstöður um HIV-vírusinn?

Nafnlaus sagði...

Óli, að sjálfsögðu.

Nafnlaus, hvaða ár?

kv

R

Óli Sindri sagði...

Þetta var árið 1987, svo það gæti vel passað við tilgátu nafnlauss. En ég hallast samt heldur að því að þetta hafi verið samið fyrir og spilað á ráðstefnu alþjóðlega Queen-aðdáendaklúbbsins þetta ár.

Kennarar sagði...

Það var rétt hjá Óla. Í verðlaun fær hann að koma með næstu getraun.