17. júlí 2008

Getraun

Það er komið að mér að gera getraun...hún hljómar einfaldlega svona :


Garpur einn úr goðafræði.
Gerður út hér áður.
Þar er rauðleitt þurrkasvæði.
Þriðji er hann skráður.
--

og af því að þessi var svo svakalega létt.. þá kemur hér ein, aðeins þyngri...en létt þó:

Ef nefnt með greini er gátan leyst.
Gott,er fskispá.
Hana þarf ef hús er reist.
Hengt er endann á.
--


--- jæja...go nuts...

kv, Bóla

2 ummæli:

Herra Jón sagði...

Alveg er það ljómandi að sjá Rauða litinn hérna þrisvar sinnum í röð, enda er hann fallegastur sérstaklega þegar haf er örlítið hvítt með honum.

Get tekið undir þetta með Nigellu þó að ég vilji að það komi fram að hún er ekki eitthvað sem ég sit ótilneyddur yfir. Þetta er reyndar mjög skemmtileg pæling, sérstaklega þegar maður horfir á þetta með þeim formerkjum um hvað hægt sé að kalla sjónvarpsefni.

Nafnlaus sagði...

1: mars
2: lóð