17. júlí 2008

Matarlist og Matarlyst

Er ég einn um að finnast allt sem sjónvarpskokkurinn Nigella (á RÚV) kemur nálægt, vera viðurstyggilega ógeðslegt ?
Hún hefur einstakt lag á að gera allan mat ólystugan með því að sleikja í sífellu á sér puttana á milli þess sem hún drekkir öllu í olíu, fetaosti og smjöri. Þá má ekki gleyma því að nánast allir réttirnir hjá henni eru smurðir með hnetusmjöri,öllu dýft ofan í síróp og niðursoðna mjólk. Rjómi er ofnotaður og hún getur ekki einu sinni soðið pylsur án þess að sjá sig tilknúna til þess að þeyta rjóma með....

Niður með Nigellu....

Bóla

2 ummæli:

Gísli Már sagði...

Undarlegast þykir mér þó tímastetning þáttanna. Maður er rétt búinn að borða þegar þetta byrjar og hefur saddur að sjálfsögðu engann áhuga.
Nema að ég sé að eta á röngum tíma.

oskar@fjarhitun.is sagði...

Bresk matargerðarlist í hnotskurn:

'If it lacks taste, just add salt'.

Hvernig stendur annars á því að allir sjónvarpskokkar í dag eru breskir?

Ég kalla hana alltaf óvart "sjónvarpskokkinn Mengellu".