31. júlí 2008

Femínistafélagið kastar grímunni

Stuðningsyfirlýsing Femínistafélagsins við hinn heilaga Hjálmar opinberar þankaganginn sem ég fjallaði um í gær. Sá þankagangur er í besta falli einfeldningslegur en í versta falli alræðislegur.

Í stað þess að láta nægja að kalla tiltekna kynhegðun æskilegri en aðra þá er sum kynhegðun eðlileg og önnur ekki (hér er fyrsta mótsögnin því þegar við á hafna femínistar öllum róttækum eðlishugmyndum).

Hér skipa femínistar sér í flokk með hvítasunnufólki og öðrum teprum sem þykjast hafa höndlað sannleikann um hvernig beri að haga sér.

Engin ummæli: