27. mars 2008

Árni og einræðið

Nú er ráðherrann, Árni M. Mathiesen, enn einu sinni að slá í gegn. Maðurinn er greinilega þeirrar skoðunar að hann sé einræðisherra en ekki ráðherra — að minnsta kosti benda svör hans við spurningum umboðsmanns Alþingis sterklega til þess. Ég er sem sagt að tala um skipan í embætti héraðsdómara. Auk þess gerir hann ráð fyrir því að umboðsmaður Alþingis stundi sams konar vinnubrögð og Árni sjálfur, þ.e. Árni reiknar með því að umboðsmaður hafi verið búinn að taka afstöðu til málsins og ákveða niðurstöðu þess áður en Árni var búinn að svara spurningunum. Svo finnst honum spurningarnar allt of ítarlegar og eiginlega bara bölvuð frekja í umboðsmanni að vera að skipta sér af þessu. Hins vegar er ekkert athugavert við spurningar umboðsmanns og í raun skylda hans að óska svara við tilteknum spurningum.


Í svörum sínum heldur Árni uppteknum hætti og blaðrar bara tóma vitleysu um að matsnefndin hafi ekkert vit á þessu og hann sé sko ekkert bundinn af niðurstöðu hennar. „Svo er það líka ég sem ræð,” segir hann og lætur jafnframt skína í að nefndarmenn séu bara bölvaðir asnar og ekkert að marka þá.


Hafi einhver aðili þessa máls verið búinn að ákveða niðurstöðuna fyrirfram, þá er það auðvitað ráðherrann Árni M. Mathiesen sjálfur, eins og sést vel á vinnubrögðunum við skipanina, Árni fékk gögnin í hendur frá nefndinni, sem var búin að fara skilmerkilega yfir allar umsóknirnar og komast að niðurstöðu, en það tók Árna aðeins nokkrar klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að í nefndinni væru bara vitleysingar, að hann einn hefði vit á þessu og að Þorsteinn Davíðsson væri augljóslega eini umsækjandinn sem kæmi til greina í djobbið.


Var svo einhver að tala um fyrirfram ákveðna niðurstöðu?


Þetta er náttúrulega ekki boðlegt.


Ólafur Ragnar Hilmarsson

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo er Árni bara svo þraut leiðinlegur karakter alltaf hreint. Þurprumpulegur og kuldalegur. Hann er þverhaus sem kann illa að koma fyrir sig orði, án þess að stama eins og bjáni. Hann skeit langt upp á bak í þessu máli, og veit það alveg sjálfur. Það versta við þetta allt saman er þó að íslenska þjóðin verður búin að steingleyma þessu öllu saman þegar það skiptir máli..þar að segja í næstu kosningum eða prófkjöri.