4. mars 2008

Hljómgæði

Ákvörðun var tekin fyrir nokkru að taka Stöð 2 inn á heimilið til vors. Ekki síst þar sem karl faðir okkar mun birtast reglulega í Hæðinni sem glerspesíalisti. Ýmislegt fleira kom þó til.


Þótt ég sé ekkert sérstaklega ginnkeyptur fyrir raunveruleikaþáttum þá hafa tveir söngvarar úr slíkum þáttum komist langleiðina með að fylla mig aðdáun. Það er Dalvíkingurinn (?) Eyþór, fyrrum bekkjarbróðir nemenda minna ef mér skjöplast ekki, en hann er svaðalega góður söngvari og heilsteyptur karakter. Að mörgu leyti er sorppenninn hégómlegi, Bubbi, hreint ekki samboðinn Eyþóri.



Hinn er brosmilt, barnslegt hró úr American Idol. Hann heitir David Archuleta og ég skammast mín ekkert fyrir það að hafa fengið gæsahúð þegar ég hlustaði á hann taka Imagine. Hann er 16 eða 17 ára held ég og einstakt gæðablóð að því er virðist.




Loks finnst mér frábært að hlusta á Jim Dale sem sögumann í Pushing Daisies. Ég hef hlustað á hann lesa allan Harry Potter og það verður að segjast eins og er að hann tekur erkisnillinginn Stephen Fry í nefið.

Engin ummæli: