Hvað er þetta eiginlega með ráðamenn þjóðarinnar? Nú er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að gera „frábæra“ hluti í lög- og tollgæslumálum á Suðurnesjum. Honum hefur nú tekist að losna við lögreglustjórann Jóhann R. Benediktsson, sem hefur verið að vinna ótrúlega gott starf á svæðinu, auk þess stefnir nú allt í það að fjöldi, tollvarða og lögreglumanna segi upp og hætti störfum hjá embættunum, en þeir hafa lýst yfir fullum stuðningi við Jóhann, sætta sig ekki við breytingarnar og vilja síst af öllu missa lögreglustjórann.
Hvern andskotann er Björn að hugsa? Kannski er hann óánægður með hversu vel tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið sig undir stjórn Jóhanns, og ósáttur við allt það magn fíkniefna sem þeir hafa gert upptækt síðustu misseri.
Björn talar endalaust um að efla öryggi og eftirlit, stofna öryggissveitir, hersveitir og alls konar sveitir, Hvar er það allt núna ? Hann sem sagt, talar alveg helling en gerir ekki neitt, að minnsta kosti ekki neitt af viti.
Ég held hann ætti að blaðra aðeins minna og reyna heldur að vinna svolítið, það er vont að sitja uppi með svona menn í vinnu, ég myndi allavega segja honum upp.
Ólafur Ragnar Hilmarsson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli