Á þessum síðustu og verstu tímum er margt sem ég hef áhyggjur af. Ég hef áhyggjur af gengi krónunnar, ég hef áhyggjur af hækkandi matvælaverði, versnandi heimi og hungursneið. Það er þó einkum tvennt sem nagar mig svo verulega um þessar mundir, að ég hef vart sofið í viku. Annars vegar er það leikurinn á sunnudaginn þegar Liverpool fer í heimsókn til helvítis að spila við kellingarnar í Man.United, og hins vegar sú sorglega staðreynd að á morgun þarf ég að setja bensín á bílinn minn. Þó svo að ég hafi áhyggjur af leiknum á sunnudaginn, þá á ég nú samt von á því að við sleppum vel frá þessum leik. Ég hef hins vegar enga trú á því að ég fari vel út úr því að kaupa bensín á bílinn minn. Ég hef ekki þorað að leggja heilsu mína að veði og taka bensín í rúmlega viku, og er því á síðustu bensíndropunum. Það kostar orðið augun úr, að fylla tankinn, og frúin ætlar að bregða sér suður um næstu helgi. Gæti það verið verra ?? Ef ég ætti að velja á milli þess að þurfa að punga út fyrir þessari suðurferð með tilheyrandi bensíneyðslu, sjoppustoppum, verslunnarferðum og almennri íslenskri eyðslusemi- eða að láta klippa af mér litlu tána... þá hreinlega þyrfti ég að hugsa mig vandlega um.
Þannig að ef það er einhver þarna úti, sem vill klippa af mér litlu tána í skiptum fyrir að punga út fyrir þessari suðurferð konunnar minnar, þá bið ég hann vinsamlegast um að hafa samband við mig sem fyrst.
1 ummæli:
Hvernig fór leikurinn Birkir ?? ;)
kveðja frá DK
Friðrik
Skrifa ummæli