22. mars 2008

Auglýsingar

Hef ákveðið að bjóða til sölu safn af áldósum og flöskum, sem ég hef safnað um nokkurt skeið. Um er að ræða gríðarlega yfirgripsmikið safn af annarsvegar ýmsum bjórdósum, og hinsvegar ágætlega eigulegt safn af plastflöskum, sem flestar eru undan 2lítra gosdrykkjum. Áldósirnar eru 147, af 13 mismunandi tegundum og koma í vönduðum svörtum plastpoka. Plastflöskurnar eru 58 af ýmsum stærðum og gerðum. Safnið selst við útidyrahurðina hjá mér, og óskast því sótt. Eins og fyrr segir er um ákaflega eigulegt safn að ræða sem einnig er gott í endursölu.

Vegna ytri aðstæðna þá verð ég að selja safnið frá mér með hraði og því býðst það á frábæru verði. Ég vil fá 15.000 kall fyrir safnið og áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við mig með tölvupósti.

Engin ummæli: