27. febrúar 2008

Til fílsins

Þetta bréf er til langrækna fílsins sem er dyggur lesandi síðunnar og enn dyggari notandi Google og uppflettirita:

Ég á engan bróður sem heitir Breki, hef aldrei átt og efast satt að segja um að ég muni eignast héðan af. Eins er maurildi ekki lífvera frekar en krúnk eða bægslagangur. Dans þörungana í brimlöðrinu var því, þrátt fyrir að vera óskaplega ljóðrænt, skot dálítið framhjá markinu.

Það er líka sérstakt að sjá reglulegan stofnanamat hafa það til marks um skort á karlmennsku að einhver skuli sinna umönnun þeirra sem eru ósjálfbjarga. Og ekki síður sérstakt að titrandi hró sem oft ræður ekki einu sinni við að vaska upp heima hjá sér skuli þykjast þess umkomið að setja út á lífstíl annarra.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=3869

Nafnlaus sagði...

"Maurildi (e. phosphorescence) er ljósfyrirbæri í hafinu sem stafar af lífljómun frá einfrumungum sem nefnast á fræðimáli Noctiluca"

"Krunk (e. caw) er hljóðfyrirbæri í loftinu sem stafar af kalli fugla sem kallast hrafnar“

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki hugmynd um hvað verið er að tala um hér að ofan... uhh? kv, Bóla

Nafnlaus sagði...

harpa.blogg.is

Hin geðsjúka virðist vera að vakna úr lyfjamókinu og ætlar að sýna ykkur öllum í tvo heimana með því að sanna hvað hún veit nú mikið um margt.

Verst að það eina sem hún fær út úr þessu orðabóka og kennslubókarúnki sínu eru fljótfærnisvillur.

Elvar