Fyrir ca. tuttugu árum eða svo; góðviðrisdagur í Reykjavík, ég einn að rölta á Laugaveginum, skoða í verslanaglugga o.fl. Allt í einu sé ég að Rósa systir er á röltinu þarna skammt frá — gaman að sjá hana — hljóp af stað og kallaði til hennar: „Rósa!” og aftur: „Rósa!” Hljóp áfram, hún svarar ekki, ég kalla aftur og aftur, nánast kominn alveg að Rósu en hún svarar ekki. Loksins snýr hún sér við, þá sá ég að þetta var alls ekkert Rósa systir. Helvíti klaufalegt, maður. „Hvað á ég nú að gera?” hugsaði á ljóshraða og hljóp svo bara áfram og kallaði: „Rósa!” nokkrum sinnum í viðbót. Beygði svo niður Klapparstíginn og lét lítið fara fyrir mér í smá stund. Kom síðan aftur á Laugaveginn eins og ekkert hefði í skorist.
Ágætis redding, fannst mér.
Bara að deila þessu með ykkur, ef einhver lenti nú í svipuðu atriði.
Ólafur Ragnar Hilmarsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli